fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Myndform blandar sér í orkudrykkina

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 08:30

Adam Ægir Pálsson er fyrrum leikmaður Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Myndform var stofnað árið 1984 og fólst starfsemin fyrst í textun og dreifingu á kvikmyndum. Fyrirtækið hyggst nú hasla sér frekari völl í heildsölu og sækja fram í orkudrykkjum.

Myndform hefur hafið innflutning á orkudrykknum Celsius og er það liður í að styrkja heildsöluhlutann hjá þessu rótgróna fyrirtæki. Fyrirtækið er ekki ókunnugt heilsudrykkjum því það selur lífræna Bio Smoothies-drykki frá Rudolfs. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Myndforms, segir að með minnkandi sölu DVD-mynddiska hafi skapast rými fyrir nýjar vörur í dreifikerfi fyrirtækisins sem hefur aðsetur í Trönuhrauni í Hafnarfirði.

„Við erum að breikka vöruúrvalið og með því, fylla upp í skarðið sem mynddiskarnir skildu eftir sig. Um leið styrkjum við heildsölusviðið og komumst þannig hjá því að þurfa að segja upp starfsfólki. Við höfum verið í áralöngum viðskiptum við helstu stórmarkaði landsins og langar til að útvíkka það samstarf,“ segir hann.

Hefja sölu á prótínvörum

– Þannig að heildsöluhlutinn fer vaxandi hjá fyrirtækinu?

„Já, þessi vegferð hófst með því að selja orkustykki hjá flestum golfklúbbum landsins. Svo vorum við að fá í sölu hágæðaprótínstykki sem heita Fast og eru framleidd í Finnlandi. Þau eru eins og nammi á bragðið og bragðgóð.“

Samningur við Samkaup

– Hverjum seljið þið drykkina í heildsölu?

„Við höfum gert samning við Samkaup um sölu í öllum verslunum keðjunnar. Þar með talið Nettó, Iceland, Krambúðinni og Kjörbúðinni. Og svo jafnframt við Hagkaup og Heimkaup. Einnig standa yfir viðræður við fleiri keðjur á markaðnum.“

200 milligrömm af koffíni

Celsius inniheldur 200 milligrömm af koffíni en slíka drykki má ekki afgreiða fólki sem er yngra en 18 ára. Slíka drykki þarf jafnframt að sérmerkja og vara við koffínmagninu. Um áramótin kemur Celsius hins vegar í nýjum umbúðum sem innihalda 105 milligrömm af koffíni í hverri dós. Tekur þá gildi nýr Evrópustaðall þar sem sala á drykkjum sem innihalda yfir 105 milligrömm af koffíni verður óheimil nema með ströngum skilmálum.

Davíð Ingvars er annar kappi sem kann að meta Celsius orkudrykkina.

Ekki ódýr í framleiðslu

– Ræðum aðeins um markaðssetninguna. Eruð þið meðal annars að höfða til ungs fólk sem hefur ekki tamið sér að drekka kaffi? Einn viðmælenda okkar hélt því fram að sú staðreynd ætti þátt í miklum vinsældum orkudrykkja á Íslandi.

„Já, meðal annars. Orkudrykkirnir eru nú ráðandi. Til dæmis þessi drykkur sem inniheldur dagskammt af vítamínum og önnur bætiefni. Celsius er því hollur orkudrykkur. Sumir orkudrykkir innihalda aðeins eitt vítamín til málamynda en þetta er gæðavara sem er ekki ódýr í framleiðslu.“

– Hvar fer framleiðslan fram?

„Celsius-drykkirnir sem við flytjum inn eru framleiddir í Þýskalandi.“

Vöxtur í auglýsingagerð

Myndform selur jafnframt Play Station 5 tölvuleiki og úrval borðspila, ásamt því sem fyrirtækið hefur frá árinu 2014 sótt fram í auglýsingavinnslu, prentun, skiltagerð, bílamerkingum og annarri tengdri vinnslu, að sögn Gunnars. Þá er Myndform með þrjú hljóðver til að talsetja teiknimyndir og til að taka upp auglýsingar. Loks selur fyrirtækið Lumo Stars-leikföng í heildsölu.

Hressandi og stútfullur af vítamínum

Celsius er einn vinsælasti drykkur sinnar tegundar á norðurlöndunum og ekki að ástæðulausu. Celsius er mikið drukkinn af íþróttafólki þar sem drykkurinn inniheldur koffín og veitir neytendum því orku sem nemur á við um 2 kaffibolla. Auk þess er drykkurinn algjörlega kolvetnalaus. Celsius er ennfremur 100% vegan.

Ásamt því að vera góð uppspretta koffíns inniheldur drykkurinn grænt te, króm, kalk, engifer og ýmis vel valin vítamín sem vinna í sameiningu að aukinni brennslu líkamans. Steinefnið króm er þekkt fyrir að slá á sykurþörf og nartþörf sem margir eiga erfitt með að venja sig af. Einnig inniheldur drykkurinn 5 mismunandi B-vítamín en orkuleysi og þreyta er einmitt einn af fylgifiskum B-vítamínsskorts. Celsius er því tilvalinn til að koma sér í gang á morgnanna, fyrir æfingar eða önnur krefjandi verkefni eða hvenær sem þörf er á aukinni orku yfir daginn. Í Celsius eru eingöngu náttúruleg litar- og bragðefni.

Hindberja og acai berja bragð.

Celsius er algjörlega sykurlaus, stútfullur af hollustu og inniheldur hver dós aðeins litlar 4 hitaeiningar. Drykkurinn er svalandi, sætur, ferskur og góður á bragðið og er tilvalin í stað sykraða gosdrykkja fyrir þá aðila sem vilja lifa heilsusamlegra líferni.

Celsius hefur undanfarin ár fengið 16 alþjóðleg verðlaun sem snúa að heilsu, bragði og nýsköpun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum