fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

ePassi – Markaðssetning og greiðsluleiðir sem henta kínverskum ferðamönnum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 25. janúar 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

EPassi er leiðandi snjallsímagreiðslufyrirtæki á Norðurlöndunum og eitt af hraðast vaxandi fyrirtækjum í Evrópu. Í dag telja viðskiptavinir ePassa yfir 30.000 og er fyrirtækið með yfir 900.000 notendur.

Samhliða vaxandi fjölda kínverskra ferðamanna í Evrópu 2016 hóf AliPay að leita leiða til þess að bjóða upp á greiðsluþjónustu sína í Evrópu. Innan við þremur mánuðum eftir að AliPay fór í samstarf við ePassi voru fyrirtæki loks farin að bjóða viðskiptavinum sínum upp á greiðsluþjónustu AliPay. Finnair var t.d. eitt fyrsta flugfélagið í heiminum til þess að bjóða upp á AliPay sem greiðslumöguleika í flugvélum sínum árið 2017. Nú bjóða yfir 2.000 viðskiptavinir ePassi bæði upp á AliPay og WeChat sem greiðsluleiðir.

 

Af hverju AliPay og WeChat?

Kínverjar eru langt á undan sinni samtíð þegar kemur að rafrænum viðskiptum en meira en 90% af öllum greiðslum í Kína fara fram í gegnum snjallsíma. WeChat og AliPay eru tvö- stærstu snjallsímagreiðslufyrirtækin í Kína, samtals með yfir 90% af markaðshlutdeild.

 

EPassi á Íslandi

Árið 2019 var fjöldi kínverskra ferðamanna um 99.000 eða um 4,5% allra ferðamanna á Íslandi, sem er gífurlega stórt hlutfall. Það er því full ástæða til þess að sinna betur þessum hratt vaxandi ferðamannahóp sem leggur leið sína til Íslands. Rétt fyrir fyrirhugaðan ferðamannastraum kínverskra ferðamanna, þann 1. október 2018, hófu ePassi og Isavia samstarf um að bjóða upp á greiðsluleiðir ePassa fyrir Blue Lagoon, 66°Norður, Rammagerðina, Pennann og Optical Studio. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og var mikil ánægja með þessa nýju greiðsluleið. Í dag bjóða flestir söluaðilar í Leifsstöð upp á AliPay og WeChat og í samstarfi við ePassi og Kultur elle skipulagði Isavia sérstakt menningarþjálfunarnámskeið fyrir starfsmenn flugvallarins sem hefur aukið mjög ánægju kínverskra ferðamanna á Íslandi.

 

Hvernig er hægt að ná til kínverskra samfélagsmiðlanotenda?

Kínverjar nota ekki hefðbundna, vestræna samfélagsmiðla sem gerir vestrænum fyrirtækjum og söluaðilum erfitt um vik að ná til kínverskra samfélagsmiðlanotenda. Fyrirtæki sem bjóða upp á AliPay-greiðslumöguleika fá einnig fyrirtækjaprófíl á AliPay-appinu. EPassi býður viðskiptavinum sínum upp á aðstoð varðandi þýðingar á markaðsefni til þess að setja á prófílana. Þegar notendur AliPay eru staddir á Íslandi geta þeir skoðað þau fyrirtæki og söluaðila sem staðsettir eru í næsta nágrenni.

Einnig nota Kínverjar WeChat (svipar til Facebook) og aðra samfélagsmiðla mikið, til þess að fletta upp upplýsingum og notendaumsögnum um veitingastaði, verslanir og áhugaverða ferðamannastaði. Að meðaltali eyða Kínverjar um 3.500 Bandaríkjadollurum á ferðalögum sínum, en um 90% af eyðslufé þeirra hafa þeir eyrnamerkt fyrirfram ákveðnum vinsælum vörum. Í París kaupa Kínverjar Luis Vuitton. Í Finnlandi kaupa þeir Moomin og Iittala. Á Íslandi kaupa þeir Bioefffect, Blue Lagoon, Sóley og 66°Norður. Kínverjar vilja kaupa vörur sem þeir þekkja.

Ef verslanir bjóða ekki upp á AliPay eða WeChat er líklegt að kínverski ferðamaðurinn hætti við að kaupa. Að sama skapi eykst salan töluvert til kínverskra ferðamanna þegar fyrirtæki af þessari stærðargráðu taka inn hinar nýju greiðsluleiðir sem henta kínverskum neytendum. Rétt greiðsluleið gerir kínverskum neytendum einnig auðveldara með að kaupa vörur sem þeim hugnast þá og þegar og hafa ekki endilega kynnt sér áður.

Nýjar leiðir í markaðssetningu

EPassi hefur unnið að nýjum möguleikum í markaðssetningu íslenskra fyritækja. Til dæmis var sett upp sérstök auglýsing í Leifsstöð með AliPay QR-kóða. Kínverskir ferðamenn geta skannað kóðann og séð þannig hvað er í boði á flugvellinum. The Icelandic Times er eina íslenska tímaritið sem gefið er út á kínversku. Frá upphafi hefur ePassi verið í góðu samstarfi við tímaritið við að kynna íslensk fyrirtæki betur fyrir kínverskum lesendum og ferðamönnum. Þau fyrirtæki sem auglýsa í blaðinu fá sérstakan QR-kóða með sem gerir kínverskum lesendum kleift að fletta upp prófílum fyrirtækjanna og lesa um þau á kínversku.

Í dag bjóða 175 íslensk fyrirtæki, allt frá tískuvöruverslunum og veitingastöðum til  hótela og rútufyrirtækja, upp á AliPAy og WeChat í gegnum þjónustu ePassi. Það er mikilvægt að íslensk fyrirtæki fari að planta fræjum hjá ferðamönnum framtíðarinnar til þess að kynna og selja þær vörur og þjónustu sem þau bjóða upp á.

Skoðaðu málið nánar á epassi.is

Facebook: Epassi Ísland

Nánari upplýsingar um ePassi á Íslandi veitir Danielle Pamela Neben danielle.neben@epassi.is

Sími: 852-4588

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum