fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Kynning

Hlýjaðu þér undir íslenskri ullarsæng

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 23. nóvember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska ullin hefur með undraverðum eiginleikum sínum haldið á Íslendingum hita um ár og aldir. Nú hefur Ístex þróað nýja og byltingarkennda sæng undir nafninu Lopidraumur, sem fyllt er með 100% íslenskri ull. Einstakir eiginleikar íslensku ullarinnar, með sitt tog og þel, henta afar vel í sængurgerð, en þelið hefur mikið einangrunargildi og togið veitir styrk og eykur endingu efnisins. Sængin ber eiginleika ullarinnar að því leyti að hún er mjög temprandi og töluvert minni líkur eru á að maður svitni undir ullarsæng en öðrum sængum. Fallegasta, hlýjasta og þjóðlegasta jólagjöfin í ár er án efa sæng frá Lopidraumur.

 

Ísland og Þýskaland í eina sæng

Ístex hf. hefur verið í þróunarvinnu með sængina í marga mánuði og er nú nýbyrjað að selja sængurnar á heimasíðu sinni lopidraumur.is. „Það voru framleiddar ullarsængur hér áður fyrr, en ekki með sömu tækni og við erum að nota í dag,“ segir Sigríður Jóna Hannesdóttir, verkefnastjóri Ístex. „Verið er að selja ullarsængur erlendis en ekki úr íslenskri ull. Sængurnar okkar innihalda um eitt kíló af mislitri ull. Það er frábært að hægt sé að nýta ullina í fleiri afurðir en band.“ Áklæðið er 100% bómull. Sængin andar vel og er létt. Búið er að kemba ullina og þvo þannig að það er ekkert mál að setja hana í þvottavél á 40°C. „Ullin er íslensk en það er lítið fjölskyldufyrirtæki í Þýskalandi sem saumar sængurnar fyrir okkur. Verkefnið hefur gengið mjög vel og við erum þeim afar þakklát fyrir gott samstarf,“ segir Sigríður Jóna.

Sængurnar koma í tveimur þykktum, þ.e. þynnri heilsárssængur og þykkari vetrarsængur, þannig að fólk getur valið sæng eftir því hversu heitfengt það er. Einnig eru tvær stærðir, einbreið og queen-size.

 

Gott að kúra undir ullarsænginni

„Við byrjuðum að selja sængurnar í október og við höfum fengið frábærar viðtökur  hér heima. Flestir taka heilsárssængina og eru virkilega ánægðir með hana. Sjálf er ég með vetrarsængina, enda kulvís. Mér finnst sængin mjög góð og þægileg. Manni er hvorki of heitt né of kalt,“ segir Sigríður Jóna að lokum.

Sængurnar fást á heimasíðunni okkar, www.lopidraumur.is og það er frí heimsending um land allt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum