fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Kynning

Besta gjöfin fer þangað sem þörfin er mest!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 23. nóvember 2019 10:00

Hátt í tuttugu sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar vinna óeigingjarnt starf í viku hverri við að flokka fatnað sem berst og við að aðstoða fólk sem kemur eftir fatnaði á þriðjudögum klukkan 10–12.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálparstarf kirkjunnar vinnur öflugt starf með fólki sem býr við fátækt hvort sem það er hér á Íslandi eða með fólki sem býr í einna fátækustu samfélögum heims. Til þess að veita þjónustuna aflar stofnunin fjár meðal annars með sölu gjafabréfa á vefsíðunni gjofsemgefur.is. Kristín Ólafsdóttir, upplýsinga- og fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, segir að gjafabréfin njóti mikilla vinsælda hjá fólki á öllum aldri, bæði hjá þeim sem gefa og þeim sem fá þau að gjöf.

Kristín Ólafsdóttir, upplýsinga- og fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar.

Gjöf sem heldur áfram að gefa

„Gjafabréfin á vefsíðunni okkar, gjofsemgefur.is, hafa þann tvöfalda tilgang að veita fræðslu um starfið og afla fjár til þess um leið. Þau hafa verið mjög vinsæl til gjafa við ýmis tækifæri og þá sérstaklega til að gefa í jólagjöf,“ segir Kristín.

„Fólk sem kemur á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar til þess að kaupa gjafabréf segir gjarnan við okkur að það hafi sjálft fengið gjöf sem gefur og verið hæstánægt með. Svo eru aðrir sem vilja gefa gjafabréf frá okkur vegna þess að sá sem á að fá það „eigi allt,“ segir Kristín.

„Við finnum það sérstaklega núna þegar fólk er meðvitað um ofneyslu og mikilvægi umhverfisverndar að þá vill fólk frekar gefa – og fá – gjöf sem skiptir öllu máli fyrir þann sem virkilega þarf á gjöfinni að halda.“

Gjafabréfin á vefsíðunni gjofsemgefur.is eru 45 talsins og þau endurspegla margvíslega þætti í verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar svo sem í mannúðaraðstoð í kjölfar náttúruhamfara og vegna átaka og í þróunarsamvinnu í Eþíópíu og Úganda.

Yfir fimmtíu konur af erlendu bergi brotnar njóta nú samveru hver með annarri fyrir hádegi á mánudögum á meðan þær sauma innkaupapoka og fleira úr afgangsefni og leggja þannig sitt af mörkum til umhverfisverndar. Nýjasta gjafabréfið á gjofsemgefur.is heitir einmitt „Taupoki með tilgang“ en andvirði þess, 2.000 krónur, rennur til verkefnisins.

Aðstoð við efnaminni fyrir jól

Gjafabréfin fást á verðbilinu 1.500 til 260.000 krónur. Það ódýrasta, Undir jólatréð, kostar 1.500 krónur og endurspeglar þátt í starfinu hér heima en andvirði þess fer í jólagjöf fyrir barn á Íslandi.

„Við erum einmitt núna að undirbúa sérstaka aðstoð við fólk sem býr við kröpp kjör hér á Íslandi fyrir jólin. Aðstoðin felst fyrst og fremst í því að fólkið fær inneignarkort í matvöruverslunum og jólagjafir fyrir börnin. En fólk getur líka komið hingað og fengið jólafatnað bæði fyrir börnin og fyrir sig sjálft, en fatnaðurinn hefur okkur verið gefinn og er vel með farinn, hreinn og heill,“ útskýrir Kristín.

„Í desember 2018 leituðu 1.274 til Hjálparstarfs kirkjunnar og við eigum von á svipuðum fjölda umsókna fyrir komandi jól. Okkur reiknast þannig til að það séu um það bil 3.400 einstaklingar á bak við umsóknirnar,“ segir Kristín. „Fólk getur komið hingað fyrstu dagana í desember og sótt um aðstoð fyrir jólin en það eru félagsráðgjafar Hjálparstarfsins og sjálfboðaliðar sem taka á móti umsóknum frá þriðjudegi til fimmtudags, 3. til 5. desember, frá klukkan 11 til 15.

Geitin er langvinsælasta gjafabréfið á gjafabréfasíðunni gjofsemgefur.is. Andvirði þess, 3.200 krónur, rennur til aðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar við börn í sveitinni í Rakai- og Lyantonde-héruðum í Úganda. Börnin hafa misst foreldri úr alnæmi og búa við örbirgð. Þau fá meðal annars geitur til að hefja geitarækt til að tryggja fæðuöflun og fæðuval.

Þjónusta veitt árið um kring

„Fólk getur leitað til Hjálparstarfsins allt árið um kring en við leggjum sérstaka áherslu á að aðstoða barnafjölskyldur í upphafi skólaárs og yfir veturinn svo börnin geti stundað íþróttir, tónlistarnám og tekið þátt í frístundastarfi með vinum sínum og jafnöldrum,“ útskýrir Kristín. „Ungmenni sem búa við erfiðar aðstæður og eru í framhaldsskóla geta líka leitað til okkar um styrki fyrir námsgögnum eða jafnvel skólagjöldum.“

Kristín segir valdeflingu stóran þátt í starfinu innanlands. „Félagsráðgjafarnir okkar greina vandann með fólkinu sem hingað leitar, veita því félagslega ráðgjöf og efnislegan stuðning. En við skipuleggjum líka valdeflandi verkefni í síauknum mæli.

Saumaverkefni fyrir konur af erlendum uppruna er eitt þessara verkefna. Yfir fimmtíu konur hittast nú einu sinni í viku og sauma alls kyns poka og fleira úr efni sem við höfum fengið gefins. Konurnar taka þannig þátt í umhverfisvernd um leið og þær fá félagsskap hver af annarri og komast út úr félagslegri einangrun.“

Vatn og valdefling

Unglingar í fátækrahverfum Kampala í Úganda fá tækifæri til mannsæmandi lífs með ársnámi í iðngrein og lífsleikni í smiðjum sem Hjálparstarf kirkjunnar fjármagnar. Að námi loknu fær unga fólkið sem hefur lagt stund á sauma saumavél í útskriftargjöf. Saumavélin fæst á gjofsemgefur.is og kostar 11.500 krónur. Sá sem fær gjafabréfið að gjöf veit að í hans nafni hefur unglingur í neyð fengið tækifæri til að láta draum sinn rætast.

 

Gjafabréfið Hreint vatn fyrir 20 manns kostar 6.000 krónur en andvirði þess rennur til aðstoðar við íbúa á miklum þurrkasvæðum í Eþíópíu.

Falleg gjöf

Gjafabréf Hjálparstarfs kirkjunnar fást á vefsíðunni gjofsemgefur.is. Fólk skrifar persónulega kveðju á efri hluta gjafabréfsins en á neðri hluta eru upplýsingar um gjöfina sjálfa. Hægt er að prenta gjafabréfið út heima eða senda það með tölvupósti til viðtakanda. Þá er einnig hægt að biðja um að fá gjafabréfið útprentað og sent í pósti eða sækja sjálfur á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar að Háaleitsbraut 66 í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
09.04.2020

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki