fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

HENGILL ULTRA – Vertu með í lengsta og vinsælasta utanvegahlaupi landsins

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. ágúst 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppendur frá 14 löndum og 3 heimsálfum taka þátt í Hengill Ultra

Algjör metskráning er í utanvegahlaupið Hengil Ultra sem haldið er í Hveragerði þann 8. september næstkomandi. en keppendur koma meðal annars alla leið frá Nýja Sjálandi til að taka þátt í keppninni í ár. Fyrir utan metfjölda þátttakenda þá eru keppendur frá 15 þjóðlöndum skráðir til leiks. Þeir koma frá Bandaríkjunum, Kanada, Nýja Sjálandi, Danmörku, Póllandi, Frakklandi, Spáni, Sviss, Bretlandi, Þýskalandi, Austurríki, Tékklandi, Færeyjum og auðvitað Íslandi.

Hengill Ultra er lengsta utanvegahlaup á Íslandi, en þó er boðið upp á sex mismunandi keppnisleiðir og möguleika: 100 kílómetra, 50, 25, 10 og svo 5 kílómetra, en síðan er 4 sinnum 25 kílómetra boðhlaup sem er nýjung í mótinu í ár. Þannig er 25 kílómetra braut Hengils Ultra í sjálfum hlaup í gegnum Reykjadalinn, þá fallegu náttúrperlu og upp að Ölkelduhnjúk og í kringum hann. En þá hlaupaleið segja gárungarnir að sé eina utanvega hlaupaleiðin í heiminum með innbyggðum heitum pottum.

Hlaupaleið

Byrjunarreitur allra vegalengda og mótsstjórn verður við veitingastaðinn og gistiheimilið Skyrgerðina í hjarta Hveragerðis. Gjafapoki með óvæntum glaðningi frá samstarfsaðilum er innifalinn í skráningu fyrir alla þá sem skrá sig fyrir miðnætti sunnudaginn 2. september. Hengill Ultra er síðasta stóra hlaup sumarsins og má því segja að þetta verði sannkölluð uppskeruhátíð íslenskra hlaupara.

Heilmargt í boði fyrir keppendur

Eftir keppni er öllum keppendum boðið í sveittan borgara með blóði, svita og tárum á „The Finish Line Burger Joint“ sem er besta POP-UP borgarabúllan á landinu. Öllum keppendum er boðið í sund og chill í lystigarðinum í Hveragerði. Verðlaunaafhending og grillveisla fyrir keppendur og aðstandendur verður svo kl. 17. Tímatökubúnaður verður notaður og allir hlauparar hlaupa með tímatökuflögur. Þá er líka dregið úr glæsilegum brautarvinningum í verðlaunaafhendingunni. Þannig að allir fá eitthvað til minningar um þátttökuna í þessum mikla afrekshlaupi.

Slagorð hlaupsins er „Allir hlaupa, allir vinna og allir velkomnir.

UTMB punktar

Þátttaka í 25, 4X25, 50 og 100 kílómetra vegalengdunum í Hengill Ultra tryggir keppendum þátttökupunkta í hinum heimsfrægu Mont Blanc hlaupum. Fjöldi hlaupara kemur erlendis frá til að taka þátt í Hengill Ultra því slík punktagjöf býðst ekki hvar sem er í heiminum. Hengill Ultra, Mount Esja Ultra og Laugavegshlaup ÍBR eru einu hlaupin á Íslandi sem státa af því samstarfi við þetta rómaða stórmót utanvegahlaupara. Samstarfið við UTMB tryggir keppendum eftirfarandi punktafjölda:

  • Þátttaka í 25KM hlaupinu tryggir keppendum 1 UTMB punkt
  • Þátttaka í 4x25KM boðhlaupinu tryggir hverjum hlaupara 1 UTMB punkt
  • Þátttaka í 50KM hlaupinu tryggir keppendum 3 UTMB punkta
  • Þátttaka í 100KM hlaupinu tryggir keppendum 5 UTMB punkta

 

Finna má allar frekari upplýsingar um hlaupið og skráningu hér.

 

ALLT UM HLAUPIÐ OG SKRÁNINGAR Á www.hengillultra.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 5 dögum

Múr og tröppuviðgerðir: Segðu bless við sleipar og illa farnar tröppur

Múr og tröppuviðgerðir: Segðu bless við sleipar og illa farnar tröppur
Kynning
Fyrir 5 dögum

Allt seldist upp síðustu helgi – Enn stærra núna um helgina!

Allt seldist upp síðustu helgi – Enn stærra núna um helgina!
Kynning
Fyrir 1 viku

Hlý gólf til frambúðar

Hlý gólf til frambúðar
Kynning
Fyrir 1 viku

108 Matur: Metnaðarfullur og heimilislegur hádegisverður

108 Matur: Metnaðarfullur og heimilislegur hádegisverður
Kynning
Fyrir 1 viku
Stóllinn Skata
Kynning
Fyrir 1 viku

Óþekktarangar í axarkasti – Fullkomin blanda af keppnis- og fíflaskapi

Óþekktarangar í axarkasti – Fullkomin blanda af keppnis- og fíflaskapi
Kynning
Fyrir 2 vikum

„Vissi ekki hvað Íslendingar væru duglegir að skemmta sér“

„Vissi ekki hvað Íslendingar væru duglegir að skemmta sér“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Ótrúleg sjónvarpsupplifun með OLED: Nú á 30% afslætti í Heimilistækjum

Ótrúleg sjónvarpsupplifun með OLED: Nú á 30% afslætti í Heimilistækjum
Kynning
Fyrir 2 vikum

Ógleymanleg veiðiferð til Grænlands

Ógleymanleg veiðiferð til Grænlands
Kynning
Fyrir 3 vikum

Hoppukastalar og veislutjöld fyrir alls konar sumargleði

Hoppukastalar og veislutjöld fyrir alls konar sumargleði