fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Kynning

Snyrtistofa Vesturbæinga

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 19. nóvember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snyrtistofan Bella er staðsett á Hótel Sögu, húsinu við Hagatorg. Þar þykir eiganda stofunnar, Berglindi Elvu Björnsdóttur, gott að starfa. „Ég hef unnið í þessu húsi í 13 ár, starfaði lengst af hjá Mecca Spa, sem var snyrtistofan hér áður, en síðan stofnaði ég Snyrtistofuna Bellu fyrir tveimur árum,“ segir Berglind Elva. Snyrtistofan Bella er eina snyrtistofan í Vesturbænum og eru þar margir Vesturbæingar fastir viðskiptavinir.

„Við leggjum mikið upp úr því að hafa hér heimilislega og þægilega stemningu. Við kappkostum að sjálfsögðu að hafa hér allt hreint og snyrtilegt en forðumst jafnframt að gera umhverfið tómlegt og ópersónulegt.“

Berglind Elva er snyrtifræðimeistari en auk hennar starfa tvær aðrar konur á stofunni, Oddný Elva Bjarnadóttir, snyrti- og förðunarfræðingur, og Berglind Valberg snyrtifræðimeistari.

„Við bjóðum upp á alla alhliða snyrtingu alla virka daga frá 9–18. Ég er sjálf bókuð alveg fram yfir áramót en hinar tvær taka vel á móti öllum nýju viðskiptavinunum,“ segir Berglind Elva.

Það er vinsælt að kaupa gjafabréf og ýmsar snyrti- og húðvörur hjá Bellu fyrir jólin og segir Berglind Elva að gjafabréf í andlitsböð og fótsnyrtingu séu vinsælustu jólagjafirnar hjá þeim. „En svo koma margar í litun, plokkun og vaxmeðferðir fyrir jólin,“ segir hún.

Gjafabréf er hægt að velja fyrir hvaða upphæð sem er eða í tilteknar meðferðir. Enginn gildistími er á bréfunum og því hægt að nota þau hvenær sem er. Flestir kjósa að kaupa gjafabréfin á staðnum en það er líka hægt að panta þau rafrænt í gegnum netfangið snyrtistofanbella@gmail.com.

Ítarlegar upplýsingar eru á vefsíðunni snyrtistofanbella.is, meðal annars verðlisti yfir meðferðir og upplýsingar um fjölbreytt vöruúrval þar sem húðvörurnar frá Janssen eru vinsælastar. Einnig er fróðlegt að skoða Facebook-síðuna Snyrtistofan Bella en þar taka þær einnig á móti tímapöntunum. Snyrtistofan Bella er líka á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7