fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
FókusKynning

Endalausir möguleikar og nýir réttir væntanlegir á Salatsjoppunni

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. janúar 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við opnuðum í byrjun apríl 2017. Okkur hefur verið rosalega vel tekið. Það var allt brjálað að gera fyrstu mánuðina,“ segir Karen Sigurbjörnsdóttir hjá Salatsjoppunni, Tryggvabraut 22, Akureyri.

„Við erum komin með stóran hóp af fastakúnnum, fólki sem kemur aftur og aftur og marga erum við farin að þekkja með nafni, sem er mjög gaman. Við erum aðeins utan við miðbæinn en það eru margir vinnustaðir í nágrenninu og starfsfólkið kemur mikið hingað í hádeginu,“ segir Karen en kúnnahópur Salatsjoppunnar er breiður enda margir sem vilja gæða sér á hollu og ljúffengu salati.

„Það er bæði hægt að velja af matseðlinum og líka púsla saman sjálfur, sem er mjög vinsælt. Það eru endalausir möguleikar. En margir treysta sér ekki til þess og vilja frekar velja úr þessum fjölbreyttu og girnilegu réttum sem eru í boði,“ segir Karen.

Mynd: Auðunn Níelsson

Á heimasíðunni salatsjoppan.is gefur að líta upplýsingar og myndir af helstu salatréttunum. Að sögn Karenar eru Piri Piri-salatið og Japanskt salat vinsælustu réttirnir og hafa slegið rækilega í gegn. Í Piri Piri er Piri Piri-kjúklingur, bygg, maís, epli, fetaostur, saltaðar jarðhnetur og Honey Mustard. Í Japönsku salati er Teriyaki-kjúklingur, mangó, tómatar, rauðlaukur, stökkar núðlur, möndluflögur og soja-sesamdressing.

Salötin eru vissulega holl og fremur hitaeiningasnauð en það fer líka eftir hverjum og einum. Hér er ekki um sérfæði að ræða og hægt er að velja sér bæði léttari salöt og bitastæðari mat.

Í næstu viku kemur nýr og spennandi matseðill á Salatsjoppuna og þá er um að gera að fylgjast með á vefsíðunni salatsjoppan.is og Facebook-síðunni Salatsjoppan.

Mynd: Auðunn Níelsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7