fbpx
Laugardagur 27.nóvember 2021
FókusKynning

Íslenska verði leiðandi tungumál

Kynning

Retor Fræðsla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. janúar 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við viljum vitundarvakningu um notkun íslensku sem leiðandi tungumáls á vinnustöðum og við teljum að enska hafi tekið yfir sem samskiptamáti vegna stefnuleysis stjórnvalda. Styrkir til íslenskukennslu fyrir innflytjendur voru 240 milljónir árið 2008 en 120 milljónir árin 2016 og 2017. Það er áríðandi að breytingar verði í innflytjendamálum, sérstaklega varðandi íslenskukennslu. Ég trúi því að í landi eins og Íslandi séu breytingar mögulegar,“ segir Aneta M. Matuszewska, skólastjóri Retor Fræðslu.

Aneta betndir á að síðustu ár hafi innflytjendum fjölgað hratt og þeir séu í dag 10 prósent af þjóðinni. Spár bendi til þess að eftir tíu ár geti þessi tala nálgast 20 prósent og án verulegrar stefnubreytingar í íslenskukennslu fyrir fullorðna innflytjendur muni það hafa gífurleg áhrif á tungumálið. Þeir sem kunna íslensku séu þegar farnir að velja ensku sem samskiptamáta fram yfir íslensku. Þróunin sé augljós og hröð og aðgerða sé þörf til að viðhalda íslenskunni.

Tungumálið er lykillinn

„Það að kunna málið er lykillinn að því að geta tekið þátt í samfélaginu. Íslenskukunnátta opnar ótal dyr, ekki bara þær að geta spjallað við íslenska vini sína yfir kaffi, heldur fær fólk tækifæri til þess að nota menntun sína, miðla af þeirri reynslu sem það býr yfir og hugmyndum sínum og á betri möguleika á því að láta drauma sína rætast,“ segir Aneta.
Aneta flutti hingað til lands frá Póllandi fyrir sautján árum og var au-pair hjá íslenskri fjölskyldu. Þegar þeim samningi lauk hóf hún störf á leikskóla. Hún segir leikskólastarfið hafa verið afar gefandi og hún náði góðum tökum á íslensku. Í framhaldinu fór hún að kenna samlöndum sínum málið.

„Ég varð reynslunni ríkari eftir nokkurra ára starf við leikskóla og þegar mér bauðst að kenna Pólverjum íslensku skellti ég mér á það enda fannst mér vanta pólskumælandi kennara. Þetta var mjög áhugavert en þó fannst mér vanta betri lausnir fyrir samlanda mína. Af því að ég er sjálf innflytjandi taldi ég mig vita betur hvernig Pólverjar læra og vildi koma ákveðnum hugmyndum á framfæri. Ég stofnaði því skólann árið 2008.“

Erum of fljót að skipta yfir í ensku

Hún segir Íslendinga allt of fljóta að skipta yfir í ensku þegar þeir tali við innflytjendur. Það tefji fyrir því að fólk nái tökum á málinu. „Íslendingar eru að sjálfsögðu betri í íslensku en ensku og því skrítið að þeir tali frekar ensku við innflytjendur því innflytjendur tala alls ekki allir ensku. Við heyrum það frá nemendum okkar að það er alls staðar töluð við þá enska. Fólk fær ekki tækifæri til að æfa sig í að tala. Innflytjendum fjölgar hratt og ef fram fer sem horfir næstu áratugi munu sífellt færri tala íslensku á Íslandi!“

Aneta segir að skýrari stefnumótun vanti hjá stjórnvöldum. „Stjórnvöld verða að læra af reynslunni. Það eru ekki bara verkamenn sem koma hingað til að vinna og stoppa stutt, margir setjast hér að. Ef þeir læra ekki íslensku er miklu meiri hætta á að þeir lendi á atvinnuleysisbótum ef þeir missa vinnuna. Það vantar fjármagn, númer eitt, tvö og þrjú. Nú er lag, það er uppgangur og hagkerfið blómstrar. Þetta er ekki bara mál innflytjendanna sjálfra heldur allra Íslendinga.“

Aneta segir að árlega sæki rúmlega um þúsund nemendur nám hjá Retor. „Við sérhæfum okkur í íslenskukennslu fyrir Pólverja en við tökum á móti öllum hópum innflytjenda og eru þá blönduðu hóparnir yfirleitt á vegum fyrirtækja sem við þjónustum. Við höfum einnig átt langt samstarf við Vinnumálastofnun þar sem við kennum sérsniðin námskeið til viðbótar við íslenskukennslu. Innflytjendur sjálfir vilja skýrari stefnu. Við erum komin, við viljum taka þátt í að byggja upp landið en ef það er engin stefna í íslenskukennslu verður enskan einfaldlega ofan á. Ég skora því á komandi ríkisstjórn að marka skýra stefnu.“

Retor Fræðsla er til húsa að Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Síminn er 519-4800. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni retor.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
11.06.2021
Boðhlaup BYKO
Kynning
31.05.2021

Lítur á það sem réttindabaráttu að fólk eigi greiðan aðgang að CBD

Lítur á það sem réttindabaráttu að fólk eigi greiðan aðgang að CBD
Kynning
28.05.2021

Líkaminn veit hvað hann vill og minn vill kombucha

Líkaminn veit hvað hann vill og minn vill kombucha
Kynning
21.04.2021

Meltingaróþægindi úr sögunni

Meltingaróþægindi úr sögunni
Kynning
16.04.2021

ELKO greiddi viðskiptavinum 10 milljónir kr. fyrir notuð raftæki árið 2020 og gefur út sína fyrstu samfélagsskýrslu

ELKO greiddi viðskiptavinum 10 milljónir kr. fyrir notuð raftæki árið 2020 og gefur út sína fyrstu samfélagsskýrslu