fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
FókusKynning

Magnað úrval af töskum og veskjum á nýjum og stærri stað

Kynning

Módjó flutt í hinn enda Mjóddarinnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. júní 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vorum að flytja okkur hérna í hinn endann í Mjóddinni, í göngugötunni. Þetta er margfalt stærra pláss enda var hitt húsnæðið sprungið utan af okkur,“ segir Grétar Karlsson, eigandi verslunarinnar Módjó, en þar er gífurlegt úrval af alls konar töskum og veskjum.

„Við erum í rauninni bara með allt sem heitir taska eða veski. Við reynum að ná yfir þetta allt; skólatöskur, ferðatöskur, dömuveski, seðlaveski og hvað eina. Við seljum líka mikið af þessum svokölluðu mittisveskjum sem fólk notar á ferðalögum til að forðast þjófnað. Okkar megineinkenni er fjölbreytnin, bæði í töskugerðum en líka í verði. Hér er hægt að fá mjög ódýrar vörur en líka vandaðar leðurvörur í dýrari kantinum. Langmesta salan er hins vegar í leðurvörum á meðalverði.“

Af öllu því mikla úrvali sem í boði er selur Módjó mest af ferðatöskum, að sögn Grétars:
„Langmesta salan undanfarið hefur verið í þessum svokölluðu „Wow air“-töskum. Wow air setti nýjar reglur um stærð handfarangurstaska, en það er stærð sem ferðatöskuframleiðendur eru almennt ekki að framleiða. Hins vegar þarf að borga undir handfarangurstöskuna í þeirri stærð sem við þekkjum hana. Við höfum hins vegar töskur í þessum nýju stærðum en þetta eru töskur sem við flytjum inn frá Hollandi.“

Allar ferðatöskur sem eru til sölu í Módjó eru á fjórum hjólum og mikil áhersla er lögð á léttar töskur þannig að þunginn liggi að mestu í farangrinum sjálfum. Ferðatöskurnar eru í alls konar litum, rauðum, bláum, svörtum, appelsínugulum og ótal mörgum öðrum. Enn fremur selur Módjó strekkibönd, vigtar og merkispjöld, en þetta eru allt hlutir sem koma sér vel fyrir ferðalanginn.

Það er upplifun að koma í verslunina í Mjóddinni og sjá allt úrvalið af alls konar töskum og veskjum. En einnig má benda á heimasíðuna modjo.is og Módjó á Facebook.

Verslunin er opin alla virka daga frá kl. 10 til 18 og laugardaga frá 11 til 16.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum