fbpx
Mánudagur 25.september 2023
FókusKynning

Humarsúpa úti um allan bæ, fjölbreytt afþreying, stórdansleikur og frábær fjölskyldustemning

Kynning

Humarhátíð á Höfn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 22. júní 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Humarhátíði á Höfn í Hornafirði er nú haldin í 25. skipti en í gegnum tíðina hefur hún verið í umsjá ýmissa aðila. Síðustu árin hefur knattspyrnudeild Sindra haldið hátíðina. „Við höfum lagt mikla áherslu á að hafa hátíðina sem fjölskylduvænsta og við nálgumst hana fyrst og fremst sem fjölskylduskemmtun. Þess vegna leggjum við til dæmis ekkert upp úr vínveitingum en áður var hátíðin með vínveitingaleyfi. Síðan koma vissulega inn aðilar með áfengisveitingar fyrir þá sem eftir því sækjast og veitingastaðir í bænum eru með opið til eitt á nóttunni,“ segir Gunnar Ingi Valgeirsson, sem er í stjórn knattspyrnudeildar Sindra. Hann bætir því við að síðustu ár hafi lögreglan ekki þurft að hafa afskipti af einu né neinu á hátíðinni sem fari fram í friði og spekt.

Humarhátíðin á Höfn stendur yfir frá fimmtudegi og út sunnudag. Dagskráin er afar fjölbreytt en hana má sjá í heild sinni á vefsvæðinu www.humar.is og nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðunni https://www.facebook.com/Humarhatid.

Að sögn Gunnars Inga sækja brottfluttir Hornfirðingar hátíðina mikið en þeim fylgir fjöldi vina og vandamanna. Nokkuð hefur dregið úr því að hátíðargestir tjaldi í bænum, meirihlutinn gistir í heimahúsum, en þó er enn töluvert líf á tjaldsvæðinu á meðan hátíð stendur.

Meðal hápunkta er dansleikur karlakórsins í Sindrabæ á föstudagskvöldið kl. 22 og tónleikarnir Í gegnum tíðina sem verða kl. 20 í íþróttahúsinu á föstudagskvöld. Þar koma fram stórstjörnurnar Sigga Beinteins, Regína Ósk, Eyþór Ingi og Laddi. Ókeypis er inn á tónleikana.

Aðalhápunkturinn er síðan stórdansleikur Siggu Beinteins og hljómsveitar í íþróttahúsinu á miðnætti á laugardagskvöldið.

Frítt er inn á alla viðburði á hátíðinni fyrir utan stórdansleikinn.

„Við höfum lagt áherslu á að fá stórstjörnur á hátíðina og hér hafa til dæmis áður spilað Sálin hans Jóns míns og Páll Óskar,“ segir Gunnar Ingi. Hann fer einnig nokkrum orðum um humarsúpuna sjálfa og framreiðslu hennar.
„Humarsúpan á föstudagskvöldinu er afar skemmtilegur viðburður sem skapar einstaka stemningu í bænum. Heimafólk býður fram krafta sína en Humarhátíðin skaffar hráefnið með styrk frá bæjarfélaginu. Fólk eldar í heimahúsum og býður upp á súpuna í garðinum hjá sér. Margir rölta á milli stöðvanna en í framhaldinu er síðan farið í íþróttahúsið á tónleika og þar er alltaf troðfullt,“ segir Gunnar Ingi.

Það er ekki eftir neinu að bíða. Fjölbreytt og spennandi fjölskylduhátíð er þegar byrjuð á Höfn og fólk streymir inn og út úr bænum næstu daga, en að sögn Gunnars Inga er „mikið rennerí“ á meðan hátíðinni stendur. Eins og á öðrum fjölbreyttum nokkurra daga hátíðum kjósa sumir að staldra við einstaka viðburði, aðrir dvelja á svæðinu í eins og einn sólarhring, en enn aðrir taka allan pakkann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
21.03.2023

Fáðu eitthvað fyrir ekkert

Fáðu eitthvað fyrir ekkert
Kynning
20.03.2023

Er lúsmýið óboðinn gestur á þínu heimili?

Er lúsmýið óboðinn gestur á þínu heimili?
Kynning
16.03.2023

Finnur ekki fyrir strengjum meðan aðrir kvarta

Finnur ekki fyrir strengjum meðan aðrir kvarta
Kynning
15.03.2023

Afkastar meira á æfingum með rauðrófuhylkjunum frá Natures Aid

Afkastar meira á æfingum með rauðrófuhylkjunum frá Natures Aid
Kynning
07.03.2023

Hættur að finna til í hnjánum

Hættur að finna til í hnjánum
Kynning
22.02.2023

Lystisemdir Ítalíu í algleymingi í sumar

Lystisemdir Ítalíu í algleymingi í sumar
Kynning
16.02.2023

Eflir heilaskerpu, orku og andlega frammistöðu

Eflir heilaskerpu, orku og andlega frammistöðu
Kynning
16.02.2023

Taktu þátt í dag: Dregið út í Konudagsleiknum á morgun, 17. febrúar

Taktu þátt í dag: Dregið út í Konudagsleiknum á morgun, 17. febrúar