fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
FókusKynning

Vítaspyrnukeppni milli framboðslista Bjartrar framtíðar

Kynning
Berglind Bergmann
Mánudaginn 19. september 2016 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ársfundur Bjartrar framtíðar var haldinn í Hlöðunni í Gufunesbæ í Grafarvogi á laugardaginn. Æsispennandi vítaspyrnukeppni var haldin þar sem hver framboðslisti sendi tvo fulltrúa, einn karl og eina konu, til keppni sem var hörð og spennandi. Rétt er að geta þess að hlutföll kynja á listum flokksins fyrir Alþingiskosningarnar er hnífjafn án þess að settar hafi verið reglur um kynjakvóta. Í Bjartri framtíð gengur fólk alla daga með kynjagleraugu svo jöfn hlutföll eru normið. En aftur að vítaspyrnukeppninni. Í markinu stóð hin knáa Auður Ólafsdóttir, markvörður ÍR sem leikur næsta föstudag til úrslita við Grindavík um sæti í Pepsideild á næsta tímabili. Auður reyndist mörgum vítaskyttum afar erfið.

Mynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Að sögn Prebens Jóns Péturssonar, oddvita listans í Norðausturkjördæmi var þetta skemmtileg tilbreyting frá fundarstörfum: „Þetta var gaman. Maður var þarna kominn á EM í huganum og allt undir. Svo má líka líta á það sem svo að við höfum verið að taka víti fyrir þjóðina. Almenningur er orðinn langþreyttur á vinnubrögðum Alþingis og hefur ítrekað dæmt víti á stjórnvöld. Eins og við höfum klárlega séð á þessu kjörtímabili þá eru stjórnvöld í dag ekki að vinna í þágu almennings á landinu heldur einhverra allt annarra.“

Mynd: Heimir Óskarsson

Það var lið Reykjavíkurkjördæmis Suður, skipað þeim Unnsteini Jóhannssyni og Steinunni Ásu Þorvaldsdóttur og Nichole Leigh Mosty sem bar að lokum sigur úr býtum eftir harða keppni við lið Norðvesturkjördæmis með þá Matthías Frey Matthíassyni og Elínu Kristinsdóttur í fylkingarbrjósti. Björt framtíð hvetur alla til að mæta á völlinn á þriðjudag þegar íslenska kvennalandsliðið mætir Skotum. Leikurinn hefst kl. 17.

Mynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Á fundinum var stjórn Bjartrar framtíðar kosinn. Óttarr Proppé bauð sig einn fram til að gegna embætti formanns og Eva Einarsdóttir varaborgarfulltrúi og varaformaður ÍTR var kosinn stjórnarformaður. Þá voru ríflega 40 manns kjörnir í stjórnina en í Bjartri framtíð er 80 manna stjórn. Kjörtímabilið er tvö ár og því heldur helmingur stjórnar áfram nú og helmingur er endurnýjaður. Það er skemmtilegt, lýðræðislegt og skilvirkt fyrirkomulag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7