fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
FókusKynning

Var 159 kíló og þurfti að kaupa tvö flugvélarsæti: Ótrúleg útlitsbreyting

Losaði sig við 83 kíló eftir vandræðalega athugasemd ókunnugrar konu

Auður Ösp
Sunnudaginn 10. apríl 2016 20:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 24 ára gamla Amber Rose var lengi vel 159 kíló og þurfti ávallt að kaupa tvo miða flugmiða þegar hún fór í frí sökum stærðar sinnar. Hún lifði að eigin sögn á Maltesers súkkulaði kúlum og skyndibita. Það var ekki fyrr en að ókunnug kona á skemmtistað spurði hana hvað hún væri komin langt á leið að hún ákvað að snúa við blaðinu og hefur hún ekki litið til baka síðan.

Amber segir það hafa haft mikinn kostnað í för með sér að þurfa ávallt að borga fyrir tvö flugsæti auk þess sem hún þurfti einnig að fá sérstaka framlengingu á sætisbeltið svo það næði yfir hana. „Mér hryllti við því að ferðast og í stað þess að hlakka til að fara í frí þá fylltist ég kvíða vegna þess að það var hrikalega niðurlægjandi fyrir mig að fara í flugvél. Mér fannst eins og allir væru að glápa á mig,“ segir hún og bætir við að það hafi reynt henni erfitt að njóta ferðalaganna á fallega og framandi staði enda hafi öll hennar orka farið í að hylja líkamann.

Hún segist ávallt hafa átt í baráttu við þyngdina. Í menntaskóla hafi hún tekið upp á því að borða heilu ósköpin af feitum mat og sætindum þegar enginn annar sá til og ávallt hunsað gagnrýni annarra varðandi holdafarið. Auk þess hafi hún verið í menntaskóla þar sem eingöngu voru stúlkur og því hafi hún ekki lagt sig fram við að ganga í augun á strákum.

Hún segir að allt hafi breyst einn daginn þegar hún var á vafri um Facebook og sá þar meðfylgjandi mynd af sér sem vinkona hennar hafði birt á síðunni sinni. Hún segist hafa horft á myndina með algjörumhryllingi. „Ég ætlaði ekki að trúa því að þetta væri ég. Ég vissi að ég var stór að þessi kona á myndinni var risavaxin,“ segir hún og bætir við að eftir að hafa nokkrum dögum síðar fengið athugasemd frá ókunnugri konu sem hélt að hún væri ófrísk hafi hún ákveðið að snúa endanlega við blaðinu.

Hún byrjaði að stunda létta líkamsrækt og breytti um leiðmataræðinu hægt og rólega. Hún gekk til liðs við samtök fólks sem á í baráttu við vigtina og árangurinn lét ekki á sér standa. Hún hefur nú losað sig við 83 kíló og kveðst stolt af því ð hafa náð þeim árangri með þrotlaustri vinnu og með því að taka skynsamar ákvarðanir.

Hún viðurkennir þó að hún hafi setið uppi með mikla aukahúð í kjölfar þyngdartapsins. „Ég rogaðist um með þrjú auka kíló af húð og ég vissi að ég myndi þurfa að gera eitthvað í því af því að þessi aukahúð var ekki að fara neitt, sama hversu oft ég myndi mæta í ræktina,“ segir hún en henni tókst loks með mikilli þrautseigju að leggja til hliðar pening mánarlega og safnaði sér þannig fyrir aðgerð til að strekkja á húðinni.

Óhætt er að segja að Amber sé óþekkjanleg á ljósmyndunum sem teknar eru fyrir og eftir lífstílsbreytingu hennar og segir hún asjálf að henni finnist hún vera „eins og ný kona, öruggari en nokkru sinni fyrr.“ Hún vonast til þess að veita öðrum innblástur með sinni sögu, enda sé hún áminning um það að fólk eigi aldrei að gefast upp þótt móti blási. „Ég er óendanlega stolt af sjálfri mér. Ég get ekki beðið eftir að fara í flugvél í sumar og ég er hvergi smeyk við að klæðast sundfötum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum