fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
FókusKynning

10 einkenni sem gætu bent til þess að þú sért með krabbamein

Svitamyndun, brjóstsviði og bakverkir eru allt einkenni krabbameins

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2016 23:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hnútur í brjóstinu, skyndilegt þyngdartap og blóðugar hægðir. Við teljum okkur öll þekkja einkenni krabbameins en staðreyndin er sú að við gerum það ekki, flest að minnsta kosti. Það margborgar sig að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar heilsa manns er í húfi og það gæti bjargað lífi þínu að fara til læknis, vakni minnsti grunur um eitthvað óeðlilegt.

Peter Johnson, læknir og prófessor í æxlafræði við Southampton University á Englandi, tók saman á vef breska blaðsins Telegraph lista yfir tíu einkenni sem gætu bent til þess að þú sért með krabbamein.

Að sögn breskra heilbrigðisyfirvalda er hægt að koma í veg fyrir allt að fimm þúsund dauðsföll á ári hverju, aðeins með því að greina sjúkdóminn fyrr hjá fólki. En eftir hverju erum við að leita að? Einkenni krabbameins þurfa ekki alltaf að vera alvarleg og við eigum það til að bíta á jaxlinn og láta minniháttar slappleika eða verki fram hjá okkur fara.

Hér að neðan má sjá listann.


Langvarandi hæsi og þrálátur hósti

Að vera hás eða rámur er eðlilegur fylgifiskur þess að vera með kvefpest. Langvarandi hæsi er hins vegar ekki eðlilegt og er hér átt við einkenni sem hafa varað í tvær til þrjár vikur eða lengur. „Langvarandi hæsi getur verið eitt af einkennum krabbameins í barkakýli sem oft myndast á raddböndunum,“ segir Johnson og bætir við að þessi tegund krabbameins sé tiltölulega auðveld viðureignar greinist hún nógu snemma. Tæknin gerir það að verkum að hægt er að fjarlægja æxlið án þess að það hafi áhrif á röddina eða raddböndin. Að sama skapi segir Johnson að langvarandi hósti geti verið merki um lungnakrabbamein. Hann mælir með því að þeir sem hafi verið með hósta í þrjár vikur eða lengri tíma láti lækni skoða sig.


Mikil svitamyndun á næturnar

Konur á breytingaskeiði og þeir sem sofa með of þykka sæng gætu lent í því að þjást af óhóflegri svitamyndun á næturnar. En nætursviti getur líka verið merki um eitilfrumukrabbamein. „Efnaskipti þeirra sem eru með eitilfrumukrabbamein er oft mjög hröð því eitilfrumur nota mjög mikla orku,“ segir Johnson. Eitilfrumukrabbamein lýsir sér þannig að eitilfrumurnar taka upp á því að skipta sér stjórnlaust. Önnur einkenni þessarar tegundar krabbameins eru stækkaðir eitlar.


Langvarandi brjóstsviði

Öll þekkjum við einkenni brjóstsviða sem getur komið fram við neyslu á sterkum mat. En langvarandi brjóstsviði er ekki eðlilegur og gæti verið merki um krabbamein í maga eða vélinda. Johnson mælir með því að þeir sem hafa verið með brjóstsviða, sleitulítið, í tvær til þrjár vikur láti skoða sig. Brjóstsviði getur líka verið einkenni um krabbamein í brisi eða eggjastokkum hjá konum.


Verkir í miðbaki

Í Bretlandi þjást 2,5 milljónir manna af bakverkjum á hverjum tímapunkti. Í 99 prósentum tilvika stafa verkirnir af bólgum eða sliti í stoðkerfinu en verkir í miðju bakinu er líka merki um krabbamein í brisi. „Dæmigerð einkenni eru verkir í kvið sem teygja sig aftur í bakið,“ segir Pippa Corrie, æxlafræðingur við Cambridge-háskólasjúkrahúsið. Á sama tíma og brisið stækkar, af völdum æxlis, þrýstir það á taugar sem aftur framkallar verki. Þreyta, lystarleysi og þyngdartap er meðal annarra einkenna krabbameins í brisi.


Bleik útferð við tíðalok

Bleik útferð í kjölfar reglubundinna blæðinga – eða hverskyns blæðing frá kynfærum eftir tíðir – gæti verið merki um legbolskrabbamein (e. Endometrial cancer). Það einkennist af illkynja vexti í slímhúð legbolsins. Tíðni þessarar tegundar krabbameins meðal kvenna hefur farið vaxandi í Bretlandi á undanförnum árum en sýnt hefur verið fram á tengsl þess við offitu. Ef læknir kemur auga á krabbameinið snemma er það tiltölulega auðvelt viðureignar.


Vandræði við þvaglát

Þegar karlar eldast vex blöðruhálskirtillinn sem getur leitt af sér tíðari þvaglát, sérstaklega á næturnar. „Ef þú getur illa látið líða nokkra klukkutíma milli þvagláta, eða ef þú átt erfitt með að pissa, þá gæti það verið merki um krabbamein í blöðruhálskirtli. Karlar sem glíma við þennan vanda eru hvattir til að láta lækni skoða sig sem myndi þá gera viðeigandi ráðstafanir.


Erfiðleikar við að kyngja

Heilablóðfall eða höfuðáverkar geta orðið til þess að viðkomandi á í erfiðleikum með að kyngja. En slíkir erfiðleikar gætu einnig verið merki um krabbamein, til dæmis í raddböndum, vélinda, munni eða á tungu. Ef rétt greining fæst nógu snemma er tiltölulega auðvelt að meðhöndla þessa tegund krabbameins. Önnur einkenni geta verið verkir aftarlega í munnholi sem að vísu eru algengari meðal reykingafólks og þeirra sem drekka óhóflega af áfengi. Þessi einkenni geta einnig bent til krabbameins sem í daglegu tali gengur nafninu HPV sem orsakast af veirusýkingu.


Linar hægðir

Allir kannast við það að hafa fengið niðurgang, átt stundum erfitt með að hafa hægðir eða upplifað tímabil þar sem hægðirnar eru linar. Langvarandi tímabil þar sem breyting verður á hægðum; lit, áferð, sársauka við hægðalosun eða tíðni hægða, er eitthvað sem Johnson mælir með að fólk láti skoða. Miðar hann við tveggja til þriggja vikna tímabil. Þessi einkenni gætu bent til krabbameins í ristli og endaþarmi.


Sár sem grær ekki

Sagt er að tíminn lækni öll sár en það er ekki endilega alltaf þannig. Flestir eru meðvitaðir um að fylgjast með og taka eftir breytingum sem verða á fæðingarblettum á líkamanum. En önnur merki um húðkrabbamein geta til dæmis verið lítil sár á húðinni sem stækka og gróa ekki. Johnson segir að læknar séu oft fljótir að sjá hvort eitthvað óeðlilegt sé í gangi og mælir hann með því að fólk láti skoða sig taki það eftir einhverju óvenjulegu.


Tíð munnangur

Margir kannast við það að fá munnangur sem geta verið sársaukafull og lengi að gróa. En munnangur sem hefur gert þér lífið leitt í þrjár til fjórar vikur – með eða án sársauka – þarfnast frekari skoðunar hjá lækni. Munnangur getur verið eitt af einkennum krabbameins í munni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Átta ný innanlandssmit
Kynning
27.05.2020

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð
Kynning
27.05.2020

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið
Kynning
21.05.2020

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu
Kynning
20.05.2020

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist
Kynning
09.04.2020

Núna er tíminn fyrir Skanva!

Núna er tíminn fyrir Skanva!
Kynning
09.04.2020

Sorptunnuhreinsun: Þarftu á sorpklefaþrifum að halda?

Sorptunnuhreinsun: Þarftu á sorpklefaþrifum að halda?
Kynning
20.03.2020

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum
Kynning
20.03.2020

Sterkara ónæmiskerfi með hollum og næringarríkum, heimsendum mat frá Preppup

Sterkara ónæmiskerfi með hollum og næringarríkum, heimsendum mat frá Preppup