fbpx
Fimmtudagur 18.ágúst 2022
Aðsendar greinar

Sviplegur atburður

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. nóvember 2016 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bókinni Hrakningar á heiðavegum eftir Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson er að finna frásagnir af hrakningum manna víðs vegar á landinu og frá ýmsum tímum. Veröld gefur bókina út. Hér er birt frásögn úr verkinu, skrásett af Pálma Hannessyni.

Stóra-Knarrarnes heitir bær á Vatnsleysuströnd, skammt frá Auðnum. Á Þorláksmessudag árið 1929 fóru bændurnir þar, Benjamín Halldórsson og Ólafur Pétursson, að smala fé sínu upp í Strandarheiði, því að tíð var þá tekin að spillast og orðið jarðlítið. Ingvar hét sonur Benjamíns, 12 ára drengur, er var í barnaskóla, en hafði fengið jólaleyfi daginn áður, og fékk hann að fara með þeim að gamni sínu. Héldu þeir nú upp heiðina. En er þeir höfðu gengið rösklega hálftíma að heiman og voru komnir upp undir Hrafnagjá, rákust þeir á kindahóp. Segir þá Benjamín við Ingvar: „Farðu nú heim með kindurnar, og láttu þær ráða ferðinni, en við höldum lengra upp í heiðina.“ Gerði drengurinn þetta, og skildi þar með þeim. Færð var fremur þung og veður frjósandi með éljagangi, en þó vel ratljóst á milli. Þeir bændurnir héldu nú leiðar sinnar upp heiðina, og segir ekki af ferðum þeirra, fyrr en þeir komu heim, undir rökkur, en þá fréttu þeir, að Ingvar væri ókominn. Varð þeim allhverft við þessa fregn, svo sem vænta má, og sendu þegar á næstu bæi til að safna mönnum. Síðan var hafin leit upp um heiðina, en nú var skammdegismyrkrið að skella á, og jafnframt gerði svarta hríð, svo að leitarmenn áttu fullt í fangi með að rata, og villtust sumir þeirra jafnvel, þó að ekki yrði til tjóns. Varð leitin því óskipuleg, enda bar hún engan árangur.

Þegar leið á vökuna, dró úr bylnum og birti í lofti, svo að stjörnubjart var síðan alla nóttina, en frostið um 15 stig. Var talið, að þá hefði vel mátt leita drengsins, en af því varð samt ekki, enda var faðir hans yfirkominn af sorg og taldi víst, að hann hefði hrapað í gjá þar í heiðinni, Hrafnagjá eða aðrar. Snemma næsta morguns fór því Stefán Sigurfinnsson, hreppstjóri á Auðnum, með nokkra menn og skriðljós til þess að leita í Hrafnagjá, en þeir urðu einskis vísari.

Óglögg spor

Um nóttina og fram á aðfangadagsmorgun biðu menn þess víða um sveitina, að þeir yrðu kvaddir til leitar, en er af því varð ekki, gengu ýmsir þeirra til náða. Öðrum þótti þó eigi mega við svo búið standa. Einn þeirra var Ágúst bóndi í Halakoti Guðmundsson. Þegar hann frétti þá um morguninn, að drengurinn væri ófundinn, gekkst hann fyrir því, að nokkrir menn réðust til leitar, og urðu þeir átta saman: Halldór, Kristinn og Guðmundur, synir Ágústs, Ingvar Helgason, Valgeir Jónsson og Sigurjón Sigurðsson frá Traðarkoti, allir úr Brunnastaðahverfi, Sigurjón Jónsson úr Ásláksstaðahverfi og loks Grímur nokkur, sem var ættaður þaðan úr hverfinu og var þar í heimsókn, en átti heima vestur í Dölum. Leituðu þeir nú upp heiðina, einkum á þeim slóðum, þar sem drengurinn hafði skilið við föður sinn, og hugðu að harðsporum eða slóð hans í snjónum, en fundu engin vegsummerki, enda hafði fennt um kvöldið, eins og áður segir. Síðan halda þeir upp um Klyfgjá og þykir þunglega horfa um árangur. Kveðst Halldór þá munu ganga kippkorn norður með gjánni á hæðir nokkrar þar og vita, hvort hann finni ekki neins staðar spor í snjónum á leið sinni, en hinir skulu bíða á meðan. Ekki hafði hann lengi gengið, er hann kallar til félaga sinna og segir þeim að koma. Hafði hann þá rekizt þar á spor, sem sýnilega voru eftir drenginn, en svo óglögg, að ekki varð með vissu greint, hvort þau lágu upp heiðina eða til byggða. Skiptu þeir því liði. Skyldu fjórir rekja förin heim á leið, og var Halldór einn þeirra, en hinir áttu að leita upp heiðina, og segir fyrst frá þeim. Röktu þeir förin efst upp á heiði, unz þeir komu að hól, sem kallaður er Siggahóll. Þar finna þeir bæli drengsins, en ekki sjálfan hann. Ekki hafði fennt í bælið, og var snjór þar bráðinn nokkuð. Þóttust þeir því skilja, að hann hefði hafzt þar við alllengi, eftir að hríðinni létti, sennilega síðari hluta næturinnar. Ekki lágu sporin lengra á heiðina upp, og héldu þeir félagar til baka, því að þeir töldu víst, að drengurinn hefði áttað sig á hólnum og haldið síðan slóð sína heimleiðis.

Hjálpin of fjarri

Nú víkur sögunni til þeirra Halldórs. Þeir röktu förin niður frá Klyfgjá, og fór Halldór fremstur, en hinir nokkru síðar. Skýrðust sporin því meir sem nær dró byggðinni, og var auðsætt af öllu, að þar hafði drengurinn verið á ferð, eftir að upp var birt, en æ styttra varð milli sporanna, og víða voru þess merki, að drengurinn hefði dottið í snjóinn eða hnotið fram á hendur sér. Loks sjá þeir hann sjálfan liggjandi á grúfu í fönninni. Halldór gengur nú til hans og athugar, hvort hann sé með lífsmarki. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að enn leynist líf með honum, kallar í félaga sína og koma þeir þegar. Senda þeir þann, sem léttfærastur var, til bæja eftir heitri mjólk og hressandi lyfi, en vöfðu drenginn yfirhöfnum sínum og báru hann síðan á kápu heimleiðis. Ekki höfðu þeir þó lengi gengið, er Halldór þóttist sjá, að drengurinn væri dáinn.

Vildu þeir þá ekki að svo komnu fara með hann heim til foreldranna og réðu það af að bera hann að Hellum í Knarrarneshverfi til Magnúsar Skúlasonar og Pálínu Guðmundsdóttur, er þar bjuggu þá. Jafnframt var símað til Bjarna Snæbjörnssonar, læknis í Hafnarfirði. Kom hann skömmu síðar og gerði lífgunartilraunir á drengnum, en þær reyndust árangurslausar. Þannig snerist jólagleðin í sorg, ekki aðeins á heimili drengsins, heldur um alla byggðina. Sárast þótti mönnum það, að ekki varð af leit á Þorláksmessukvöld, þegar hríðinni létti, því að augljóst þótti, að drengurinn hefði lífi haldið, ef hann hefði fundizt fyrr, og má kalla, að örfáar klukkustundir, ef til vill aðeins ein, hafi skilið þar milli feigs og ófeigs, en hann fannst kl. hálftvö á aðfangadag. Mun hann hafa villzt mjög fljótt, eftir að hann var skilinn við föður sinn, og er ekki ólíklegt, að kindurnar, sem hann átti að reka, hafi valdið því. Síðan hefur hann ráfað upp heiðina, unz upp birti, en eigi áttað sig þá og að líkindum gengið upp á Siggahól til þess að litast um. Þar hefur hann svo látið fyrir berast um sinn. Á Auðnum var hátt íbúðarhús. Snemma á Þorláksmessumorgun var kveikt þar ljós í loftsglugga, og þykir líklegt, að Ingvar litli hafi komið auga á það og haldið þá af stað heim, því að þangað lágu sporin rakleitt, unz hann átti eftir nokkra kílómetra. En þá hefur kraftana þrotið af völdum hungurs, kulda og kals, og hjálpin var of fjarri. Allt var þetta næsta átakanlegt.

Engin varða var hlaðin, þar sem drengurinn fannst, því að allt var kafið í snjó, enda hugsað mest um hitt að koma honum til byggða, meðan von var um líf.

Drengurinn var jarðsunginn að Kálfatjörn hinn 30. desember 1929 að viðstöddu miklu fjölmenni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aðsendar greinar
28.10.2021

Faðir skrifar: Öll börnin sem bíða eftir frístundarstyrk

Faðir skrifar: Öll börnin sem bíða eftir frístundarstyrk
Aðsendar greinarEyjan
23.09.2021
Okkar ríkasta auðlind
Aðsendar greinarEyjan
03.09.2021

Ísland hefur getu, kunnáttu og tækifæri til að dafna með þátttöku í geimhagkerfinu

Ísland hefur getu, kunnáttu og tækifæri til að dafna með þátttöku í geimhagkerfinu
Aðsendar greinarFréttir
09.01.2021

Listin að vera óþolandi

Listin að vera óþolandi
Aðsendar greinarFréttir
20.08.2020

Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast! – „Í síauknum mæli brjóta stjórnvöld víða um heim gróflega á tjáningarfrelsinu“

Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast! – „Í síauknum mæli brjóta stjórnvöld víða um heim gróflega á tjáningarfrelsinu“
Aðsendar greinarEyjan
28.12.2018
Seljum ekki Ísland
Aðsendar greinar
09.10.2016

Stofnstyrkur vegna fyrstu íbúðar

Stofnstyrkur vegna fyrstu íbúðar
Aðsendar greinar
26.08.2016

Grænland ár og síð

Grænland ár og síð
Aðsendar greinar
05.08.2016
Býð góð ráð
Aðsendar greinar
18.05.2016

Kæru sveitarfélög – lóðir óskast

Kæru sveitarfélög – lóðir óskast
Aðsendar greinar
12.01.2016

Víkingaruglið

Víkingaruglið
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum
Handtekinn í Kringlunni
433Sport
Rétt í þessu

Tekjudagar DV – Laun Eiðs Smára hækka um meira en eina og hálfa milljón milli ára

Tekjudagar DV – Laun Eiðs Smára hækka um meira en eina og hálfa milljón milli ára
Pressan
Fyrir 22 mínútum

Sá sem réðst á Salman Rushdie tjáir sig – „Ég varð hissa“

Sá sem réðst á Salman Rushdie tjáir sig – „Ég varð hissa“
433Sport
Fyrir 23 mínútum

Sjáðu myndirnar: Vonarstjarnan fór á skeljarnar – Þetta er bomban sem hann er að fara að giftast

Sjáðu myndirnar: Vonarstjarnan fór á skeljarnar – Þetta er bomban sem hann er að fara að giftast
Fréttir
Fyrir 23 mínútum

Segja vísbendingar um að árás Úkraínumanna á Kherson sé yfirvofandi

Segja vísbendingar um að árás Úkraínumanna á Kherson sé yfirvofandi
433Sport
Fyrir 54 mínútum

Horfðu á leik Vals og Hayasa hér

Horfðu á leik Vals og Hayasa hér
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Segir útilokað að Rússar geti unnið stríðið

Segir útilokað að Rússar geti unnið stríðið
Pressan
Fyrir 1 klukkutíma

Dularfulla ferðatöskumálið vindur upp á sig – Tvö barnslík fundust

Dularfulla ferðatöskumálið vindur upp á sig – Tvö barnslík fundust
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Viðurkennir að hafa ætlað að myrða Elísabetu II með lásboga

Viðurkennir að hafa ætlað að myrða Elísabetu II með lásboga
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Dagur fer ekki í formannsslaginn – Kristrún sögð ætla að tilkynna framboð á morgun

Dagur fer ekki í formannsslaginn – Kristrún sögð ætla að tilkynna framboð á morgun
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Handtekinn í Kringlunni

Handtekinn í Kringlunni
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum
Handtekinn í Kringlunni
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum
Handtekinn í Kringlunni