fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Leikfélagarnir reyndust ekki allir þar sem þeir voru séðir – 12 ára drengir misþymtu einhverfum dreng

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. febrúar 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 15. febrúar, 2003, bönkuðu tveir tólf ára drengir, Evan Drake Savoie og Jake Lee Eakin, upp á hjá leikfélaga sínum, Craig M. Sorger, í Ephrata í Washington í Bandaríkjunum.

Sorger, sem var einhverfur og hafði mikinn áhuga á vísindum, tölvuleikjum og kappakstursbílum, var heima við þegar félagar hans spurðu móður hans hvort hann mætti koma út að leika sér með þeim. Móðir Sorger sá ekkert því til fyrirstöðu og drengirnir þrír ruku út í daginn.

Sorger skilar sér ekki heim

Þegar dimma tók varð móðir Sorger áhyggjufull. Hún hafði ekkert heyrt til sonar síns eða séð síðan hann hvarf út dyrnar fyrr um daginn. Tekið var að húma að kveldi og henni fannst undarlegt að hann væri ekki kominn heim, ekki síst vegna þess að hann var myrkfælinn mjög.

Craig Sorger
Fór út að leika sér með félögum sínum.

Ekki varð henni rórra þegar hún komst að því að Savoie og Eakin voru löngu komnir heim til sín.

Móðir Craigs var enn í öngum sínum þegar henni var sagt að lík hans hefði fundist skammt frá leiksvæði drengjanna.

Samhljóða frásagnir

Lögreglan talaði við Savoie og Eakin strax þetta sama kvöld. Þeir höfðu svipaða sögu að segja. Savoie sagði að Sorger hefði fallið úr tré sem hann var að príla í og Eakin sagði að þeir hefðu allir þrír verið á sömu trjágrein þegar Sorger féll til jarðar.

Niðurstaða krufningar átti eftir að leiða ýmislegt í ljós.

Barinn og stunginn

Áverkar á líki Sorger var engan veginn hægt að rekja til falls niður úr tré. Hann hafði verið barinn um það bil 16 sinnum í höfuð og háls og stunginn 34 sinnum nokkurn veginn á sömu stöðum og hann hafði verið barinn.

Einnig hafði Sorger verið stunginn átta sinnum í efri hluta líkamans.

Það var greinilegt að frekara spjalls við Savoie og Eakin var þörf.

Sögðust saklausir

Savoie og Eakin voru handteknir tveimur dögum eftir að Sorger dó. Í upphafi sögðust þeir báðir saklausir, en voru engu að síður ákærðir fyrir morð að yfirlögðu ráði.

Jake Eakin
Vitnaði gegn vini sínum.

Eftir að hafa lent í öngstræti í frásögnum sínum, upplýsti Eakin lögregluna að lokum um sinn þátt í morðinu og játaði sig sekan um manndráp. Eakin fékk 14 ára dóm.

Vitnaði gegn Savoie

Síðan snerist Eakin á sveif með ákæruvaldinu og vitnaði gegn félaga sínum, sem enn sagðist saklaus af morðinu. Savoie þrjóskaðist við en þann 29. apríl, 2006, var hann sakfelldur fyrir morð og fékk 26 ára fangelsisdóm, þyngstu refsingu sem hægt var að dæma hann til.

Evan Savoie
Fullyrti að hann væri saklaus.

Engu ljósi hefur verið varpað á hvað vakti fyrir Savoie og Eakin þennan örlagaríka dag árið 2003.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi