fbpx
Fimmtudagur 22.janúar 2026

Páfagaukurinn gargandi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. október 2018 22:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1942 var bar í New York, The Green Parrot Bar and Grill. Eigandi barsins var Max Geller og lukkudýr barsins var grænn páfagaukur. Flestir gestir staðarins kunnu vel að meta páfagaukinn sem var þeim gáfum gæddur að þekkja fastagestina. Hann gerði gott betur því hann gat sagt nöfn þeirra og ausið yfir þá móðgunum.

Drukkinn gestur með byssu

Nú, þann 12. júlí, 1942, kom maður á barinn og krafðist þess að sér yrði skenkt í glas. Max sá að gesturinn var þá þegar æði ölvaður og neitaði að afgreiða hann.

Sá drukkni kunni ekki að meta viðhorf Max, dró upp skammbyssu og skaut hann. Flúði hann síðan eins og fætur toguðu.

Skotið hafði hæft Max í hálsinn og eyðilagt raddböndin. Hann var svo illa haldinn að hann gat ekkert aðstoðað lögregluna. Einnig virtist sem enginn viðstaddra á kránni hefði borið kennsl á ódæðismanninn.

„Robber! Robber!“

Sá eini sem sagði eitthvað var græni páfagaukurinn. „Robber (ræningi)! Robber!“ skrækti hann í sífellu. Sá sem fór fyrir rannsókninni stundi þungan: „Við erum með dauðvona fórnarlamb, sem getur ekkert sagt, tuttugu vitni, sem ekkert vilja segja, og páfagauk sem við getum ekki þaggað niður í.“

Í þrjá daga lá Max Geller milli heims og helju en að lokum hafði sláttumaðurinn slyngi betur. Lögreglan yfirheyrði góðkunningja sína en ekkert kom upp úr krafsinu.

„Robert! Robert!“

Þá datt einhverjum lögreglumanninum í hug að hugsanlega væri páfagaukurinn græni ekki að segja „Robber! Robber!“, heldur „Robert! Robert!“

Þar komst skriður á rannsóknina og allir fastagestir sem hétu Robert voru yfirheyrðir. Einn þeirra var Robert Butler, 28 ára leigubílstjóri, en þegar lögreglan hugðist ná af honum tali var hann hvergi að finna.

Leið nú heilt ár en í nóvember 1943 tókst lögreglu að rekja ferðir Roberts Butler. Lögreglan náði loks í skottið á honum í stálverksmiðju í Baltimore í Maryland.

Robert yfirheyrður

Robert Butler fullyrti að hann hefði farið frá New York vegna rifrildis við eiginkonu sína. Hann samþykkti þó að fara til New York og svara nokkrum spurningum.

Á lögreglustöðinni var Robert spurður hvort hann hefði einhverjar upplýsingar um morðið á Max Geller. „Af hverju haldið þið að ég hafi gert það?“ svaraði hann.

Lögreglan spurði hann þá hvaða álit hann hefði á græna páfagauknum og Robert svaraði: „Klár fugl.“

15 ár í Sing Sing

Robert var síðan upplýstur um að páfagaukurinn hefði nefnt hann til sögunnar. Þá sagði Robert. „Ég þoldi aldrei þennan fugl.“

Robert Butler var ákærður fyrir morðið á Max Geller og var réttað yfir honum í febrúar 1944. Við réttarhöldin sagði hann að hann væri skuldum vafinn vegna spilafíknar og gengið með byssu sér til verndar.

Robert Butler var sakfelldur og dæmdur til 15 ára fangelsisvistar í Sing Sing.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Myndband sýnir skriðufallið á Nýja-Sjálandi – Margra saknað

Myndband sýnir skriðufallið á Nýja-Sjálandi – Margra saknað
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Borgarfræðingur segir aldrei fleiri bílastæði í borginni – „Þessi umræða er mesta væl sögunnar….“

Borgarfræðingur segir aldrei fleiri bílastæði í borginni – „Þessi umræða er mesta væl sögunnar….“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Íslendingar rifja upp heimskulegustu hlutina sem þeir gerðu sem börn – „Man vel eftir hversu ofboðslega reið mamma mín varð“

Íslendingar rifja upp heimskulegustu hlutina sem þeir gerðu sem börn – „Man vel eftir hversu ofboðslega reið mamma mín varð“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Bandarískur þingmaður vill opinbera aftöku á grunuðum morðingja

Bandarískur þingmaður vill opinbera aftöku á grunuðum morðingja
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fær bætur eftir örlagaríka ferð úr hádegisverði

Fær bætur eftir örlagaríka ferð úr hádegisverði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fréttakona biðst afsökunar á gríni um Beckham og snertingar hans í miðjum stormi

Fréttakona biðst afsökunar á gríni um Beckham og snertingar hans í miðjum stormi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Henry með kenningu um vandræði City – Telur að Guardiola hafi ekki fyllt þetta skarð

Henry með kenningu um vandræði City – Telur að Guardiola hafi ekki fyllt þetta skarð
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja að Friðfinnur verði úrskurðaður látinn – Hvarf fyrir meira en þremur árum

Vilja að Friðfinnur verði úrskurðaður látinn – Hvarf fyrir meira en þremur árum