fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

„Þú ert skrímsli“

Samtal á Skype var örlagaríkt – Myrti fyrrverandi kærustu sína

Kolbeinn Þorsteinsson
Sunnudaginn 20. nóvember 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michell nokkur Fuller hafði flutt frá Belís til Bandaríkjanna þegar hún var níu ára. Hún fékk síðar ríkisborgararétt og eignaðist dóttur, Desaree Hoskins, með ónafngreindum mann.

Þegar þessi saga hefst bjuggu þær mæðgur í borginni Irving í Dallas-sýslu í Texas, Bandaríkjunum. Michell var 37 ára og starfaði á endurhæfingarstöð og Desaree var 18 ára og gat vart beðið eftir að útskrifast úr miðskóla og útskriftardansleiknum í kjölfarið. Annars stefndi Desaree á frama í sjóher Bandaríkjanna.

Tyrones saga Cade

Nú er nefndur til sögunnar Tyrone Cade. Tyrone þessi virðist ekki hafa verið vandaður pappír. Árið 1999 hafði hann nauðgað konu í Collin-sýslu og fékk dóm vegna þess árið 2002.

Konan sú og Tyrone höfðu þá verið vinir en ekkert umfram það. Hún hafði boðið Tyrone að koma með henni og vinnufélögum hennar á krá kvöld eitt. Í kjölfarið hafði hún sýnt Tyrone híbýli sín og hann ekki beðið boðanna, hent henni í gólfið og misþyrmt henni kynferðislega.

Önnur ónafngreind kona hafði um eitthvert skeið verið í sambandi með Tyrone á síðasta áratug 20. aldar. Hún hafði séð sitt óvænna og sparkað honum, eins og sagt er. Eftir sambandsslitin hafði hann setið um hana í dágóðan tíma og meðal annars hringt í hana oft og tíðum úr símaklefa skammt frá heimili hennar.

Gekk ekki sem skyldi

Misskipt er manna láni og ljóst að það lék ekki við Michell því hún kynntist Tyrone og rugluðu þau reytum um skeið, það er að segja Tyrone flutti inn á heimili hennar í Irving.

Árið 2011 var greinilega kominn brestur í sambandið og Michell hafði reynt allt hvað hún gat til að koma Tyrone út af heimilinu og naut við það fulls stuðnings dóttur sinnar, Desaree, og sonar. Vildu börn Michell ekkert af Tyrone vita, voru enda mótfallin sambandinu.

Michell sýndist þegar þarna var komið sögu vænstur kostur að byggja upp samband við sinn fyrrverandi á ný. En það varð aldrei; Tyrone sá til þess.

Myrti mæðgurnar

Þann 27. mars, 2011, stakk Tyrone Michell og Desaree til bana. Að því loknu hafði hann samband við barnsmóður sína, Brandy Besio, og sagði henni hvað hann hafði gert. Brandy fór með Tyrone á lögreglustöð og upplýsti hann lögregluna um morðin.

Sagðist Tyrone hafa stungið Michell ítrekað með hnífi eftir að hann stóð hana að því að hafa átt eggjandi samtal við sinn fyrrverandi á Skype. Desaree heyrði skelfingar- og sársaukavein móður sinnar og reyndi að koma henni til hjálpar. Hún hlaut fyrir vikið sömu örlög.

„Þú ert skrímsli“

Við réttarhöldin, í ágúst 2012, þurfti kviðdómur að taka til athugunar þann möguleika að Tyrone kynni að fremja glæp til framtíðar litið. Einnig þurfti að kanna hvort eitthvað við lífshlaup Tyrones réttlætti að hann fengi lífstíðardóm í stað dauðadóms.

Verjandinn taldi að brotið heimili, ástleysi í bernsku, meint kynferðisofbeldi af hálfu móður Tyrones, lág greindarvísitala, þunglyndi og stöðugir verkir vegna íþróttameiðsla ættu að nægja kviðdómi til að mæla með vægari refsingu en dauðadómi.

Þessi rök mæltust ekki vel fyrir hjá frænku Desaree, Andreu Hoskins Coats, sem sagði: „Þú átt enga miskunn skilda. Þú ert skrímsli.“

Kviðdómurinn var henni greinilega sammála því eftir þriggja tíma bollaleggingar varð niðurstaðan dauðadómur og 6. september, 2012, dæmdi dómari Tyrone Cade til dauða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“