fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024

Í vondum málum eftir að upp komst um ótrúlegan lygavef

Richard hvarf frá eiginkonu og börnum árið 1993 – Úrskurðaður látinn 2003 – Upp komast svik um síðir

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 25. júlí 2016 23:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextíu og þriggja ára karlmaður hefur verið ákærður eftir að í ljós kom að hann stal auðkennum manns, Terry Symansky, sem drukknaði árið 1991. Maðurinn sem um ræðir heitir Richard Hoegland en undanfarin tuttugu ár hafði hann notast við nafn Terrys.

Það var árið 1993 að Richard lét sig hverfa frá eiginkonu og fjórum börnum þar sem þau bjuggu í Indiana í Bandaríkjunum. Ekkert heyrðist frá Richard eftir þetta og árið 2003 var gefið út dánarvottorð.

Rak augun í hjúskaparvottorð

Það var ekki fyrr en á þessu ári að upp komst um svikin. Það gerðist eftir að frændi Terrys, mannsins sem drukknaði árið 1991, heimsótti vefinn Ancestry.com þar sem hann rak augun í hjúskaparvottorð sem gefið hafði verið út á nafni Terrys – eftir að hann lést. Það kom frændanum skiljanlega spánskt fyrir sjónir og eftir þetta fóru hjólin að snúast.

Í ljós kom að Richard hafði notast við nafn og auðkenni Terrys í rúm tuttugu ár. Hann virðist hafa flúið frá Indiana til Flórída þar sem hann kynntist konu, kvæntist á nýjan leik og eignaðist með henni son.

Sagði að FBI væri á hælum sér

Að því er Fox 13 Tampa Bay greinir frá sagði Richard við fyrri eiginkonu sína, skömmu áður en hann hvarf, að hann þyrfti að láta sig hverfa þar sem bandaríska alríkislögreglan, FBI, væri á eftir honum. Sagðist hann hafa stolið peningum og hann myndi að óbreyttu lenda í fangelsi. Þegar hann var handtekinn fyrir skemmstu sagði hann við yfirheyrslur að það hefði allt saman verið lygi – hann hafi látið sig hverfa til að komast í burtu frá eiginkonu sinni og fjölskyldu.

Svo virðist vera sem Richard hafi tekið upp nafn Terrys eftir að hann kynntist föður hans, Edward Symansky. Edward þessi hafði auglýst eftir herbergisfélaga og var það Richard sem svaraði auglýsingu hans eftir að hann flúði til Flórída. Tók hann upp nafn Terrys í kjölfarið og notaðist við það um margra ára skeið.

Verulega brugðið

í frétt Tampa Bay Times kemur fram að fjölskylda Richards í Flórída hafi verið verulega brugðið þegar svikin komust upp. Svo virðist vera sem seinni eiginkona Richards, sem hann kvæntist árið 1995, hafi ekki haft hugmynd um forsöguna. Richard situr nú í fangelsi í Tampa og á að líkindum yfir höfði sér fangelsisdóm. Að sögn lögreglu þykir málið það sérstakt að ekki liggur fyrir með nákvæmum hætti að svo stöddu hvaða lög, önnur en lög um auðkennisþjófnað, Richard braut.

Lagaprófessor heillaður

Málið þykir allt hið undarlegasta og vekur það athygli hversu lengi svikamyllan stóð yfir. Í frétt Tampa Bay Times er rætt við lagaprófessorinn Gerry Beyer, sem sérhæfir sig í auðkennisþjófnaði, og segir hann málið eitt það ótrúlegasta sem hann hafi kynnst. Hann sé í raun heillaður. Bendir hann á að í langflestum tilfellum steli einstaklingar auðkennum annarra í þeim tilgangi að hagnast fjárhagslega. Það virðist ekki hafa verið markmið Richards. Hann segir að í ljósi þess að Terry hafi verið ókvæntur og barnlaus þegar hann lést, 33 ára gamall, hafi hann í raun verið fullkominn kandídat fyrir Richard.

Gerry veltir því einnig fyrir sér hvernig Richard fór að því að fara huldu höfði jafn lengi og raun ber vitni og bendir á að á einhverjum tímapunkti hefðu viðvörunarbjöllur átt að hringja. Skattar, kennitala (e. Social security number), bankareikningar og fleira ættu undir venjulegum kringumstæðum að koma upp um auðkennisþjófa. Gerry bendir þó á að ef Richard hafi ekki átt kreditkort og notast við kennitölu eiginkonu sinnar, til dæmis við skattgreiðslur, fasteignakaup og fleira, hafi hann getað nýtt sér glufur í kerfinu. Þá naut hann góðs af því að hafa tekið upp auðkenni Terrys áður en flest opinber skjöl komust á stafrænt form.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Brighton staðfestir brottför De Zerbi

Brighton staðfestir brottför De Zerbi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Búnir að finna arftaka Greenwood – Hefur aðeins skorað þrjú mörk

Búnir að finna arftaka Greenwood – Hefur aðeins skorað þrjú mörk
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband sýnir hrottalegt ofbeldi Diddy gegn fyrrum kærustu sinni

Myndband sýnir hrottalegt ofbeldi Diddy gegn fyrrum kærustu sinni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Varð yngsti leikmaður í sögu efstu deildar og bætti met stórstjörnu – Var 13 ára fyrir mánuði síðan

Varð yngsti leikmaður í sögu efstu deildar og bætti met stórstjörnu – Var 13 ára fyrir mánuði síðan
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Gangi Alþingi fram af þjóðinni skal forseti tafarlaust vísa málinu til þjóðarinnar

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Gangi Alþingi fram af þjóðinni skal forseti tafarlaust vísa málinu til þjóðarinnar
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Upplifði vítiskvalir á Ozempic: „Verra en að eignast barn“

Upplifði vítiskvalir á Ozempic: „Verra en að eignast barn“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jóhann Berg gráti næst er hann kvaddi – Sjáðu myndbandið

Jóhann Berg gráti næst er hann kvaddi – Sjáðu myndbandið