fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Leiðari

Sóttkví – ekki bara næs frí

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 17:30

Tobba Marinós Mynd: Íris Ann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirfarandi er leiðari ritstjóra sem birtist í nýjasta helgarblaði DV 

Meginþorri ritstjórnar DV var settur í sóttkví eftir að smit greindist á ritstjórninni í lok síðustu viku. Okkur er engin vorkunn enda margir í sömu stöðu, eða um 800 manns. Staðan er þó lítið sjarmerandi og áttar fólk sig gjarnan ekki á því hversu flókið það getur verið að vera í sóttkví fyrr en símtali við smitrakningarteymið lýkur og alvarleiki hvers tilviks kemur í ljós.

Fólk með ungbörn þarf til dæmis að huga að því að ekki er hægt að útskýra fyrir barni hvers vegna það megi ekki koma nálægt öðru foreldrinu né geta foreldrarnir báðir sinnt barninu ef annað er í sóttkví en ekki hitt. Því var brugðið á það ráð heima hjá mér að við hjónin og sú yngsta færum þrjú í sóttkví.

Erfiðast fannst mér að senda sex ára gamla dóttur mína að heiman þar sem aðrir á heimilinu voru í sóttkví en við vildum hlífa henni við því. Tólf daga innilokun fyrir sex ára fullfrískt barn er erfið. Hún hefði þurft að horfa út um gluggann á bestu vinkonu sína í næsta húsi leika sér í garðinum, missa af leikjanámskeiðinu sem beðið hefur verið eftir með eftirvæntingu og afmæli, svo eitthvað sé nefnt.

Andlega leggst slík frelsissvipting misvel í fólk. Samviskubit er þá gjarnan fylgifiskur. Heima fyrir er börnunum sinnt minna og sjónvarpið verður of stór hluti af deginum þar sem barist er við að reyna að skila af sér sæmilegu vinnuframlagi með barn í fanginu. Grenjandi rigning gerir lítið fyrir daglegan göngutúr til að halda geðheilsunni í lagi og heimaæfingarnar ganga misvel. Súkkulaðið klárast fyrr en ætlað var og það verður að viðurkennast að rauðvínið gerir það líka. Það er þessi tilhneiging til þess að „bæta sér upp“.

Þá hefur reynst gott að minna sig á að allt sem skiptir máli er í lagi. Börnin eru heil heilsu.

Hópurinn sem starfar á DV er ólíkur og aðstæður fólks eftir því. Sumir geta einangrað sig með nokkuð einföldum hætti á meðan aðrir þurfa að húka inni í völdu herbergi og lýsa yfir varúð vogi viðkomandi sér yfir þröskuldinn.

Einn ungur starfsmaður DV býr hjá foreldrum sínum og starfar annað foreldrið á spítala. Var þeim aðila meinað að mæta til vinnu vegna möguleika á smiti þó að sonurinn væri innilokaður í herbergi í sinni sóttkví. Það eru engir sénsar teknir – við erum jú öll almannavarnir.

Nema fávitarnir sem troða sér fram fyrir röðina á barnum, panta sér tvöfaldan gin í tónik og drekka svo óvart úr vitlausu glasi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Gréta bjargar villtum kanínum – „Þær eru gáfaðar og mjög hreinlegar“

Gréta bjargar villtum kanínum – „Þær eru gáfaðar og mjög hreinlegar“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

4 hlutir sem er gott að hafa í huga fyrir jólahlaðborðið með vinnunni svo þú endir ekki atvinnulaus

4 hlutir sem er gott að hafa í huga fyrir jólahlaðborðið með vinnunni svo þú endir ekki atvinnulaus
Pressan
Í gær

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi
Fréttir
Í gær

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“