fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Leiðari

Lífið er raunveruleikaþáttur þar sem þríeykið útdeilir rósum

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 6. nóvember 2020 21:00

Skyldi ég fá rós frá Þórólfi?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari þessi birtist í helgarblaði DV í dag.

Ég er svo heppin að eiga frábæra nágranna og börnin okkar eru bestu vinir. Við búum í þremur húsum hlið við hlið og hjálpumst að í blíðu og stríðu. Það er ómetanlegt á tímum sem þessum.

Við ákváðum í gegnum allt COVID-ástandið að leyfa börnunum okkar að leika sér saman en að sama skapi að vera ábyrg sjálf og vanda okkur í sóttvörnum svo börnin gætu fengið að njóta samvistanna. Hugmyndin um að horfa á bestu vinkonu sína út um gluggann en geta ekki leikið sér með var einfaldlega of erfið fyrir sex ára gömul hjörtu.

„Hún er uppáhaldsmanneskjan mín. Við ætlum að eiga saman ísbúð, BestÍs, þegar við verðum stórar,“ tilkynnti dóttir mín mér og það var því ljóst að þeim yrði ekki stíað í sundur nema í allra ýtrustu neyð.

Hrekkjavaka er eitt mesta ævintýri lífsins þegar þú ert sex ára. Að fá að klæða sig upp í alls konar flippaða búninga, nota tryllt mikið af málningu og háma í þig sælgæti hlýtur að vera hátíð.  Nágrannarnir – eða Mellinn eins og við köllum okkur (Melrose Place) – ákváðu að sjálfsögðu að halda hrekkjavöku saman án utanaðkomandi aðila. Búningar, chillí con carne og barnadiskó.

Svo komu fregnir af hertum sóttvarnaaðgerðum.

Með öndina í hálsinum horfði nágrannakona mín á mig. „Nú verður þetta eins og í alvöru raunveruleikaþætti. Ef samkomutakmörkin verða tekin niður úr 20 í fimm þurfum við að kjósa einn út. Svo vikuna á eftir verður annar kosinn út.“

Lífið er raunveruleikaþáttur þar sem þríeykið útdeilir rósum.

Ég fann munnvikin síga.

Í fjarska heyrðist barn gráta. Önnur nágrannakona hafði föndrað búning fram á nótt en fékk tölvupóst seint um kvöld –kvöldið fyrir búningadaginn í skólanum – að allur 3. og 4. bekkur í skólanum færi í sóttkví. Drengurinn færi því ekki í búningnum í skólann daginn eftir, né nokkuð annað. Hann var kominn í viku sóttkví.

Mér varð hugsað til vinkonu minnar sem ætlaði að gifta sig daginn eftir að hertar aðgerðir voru boðaðar. Enginn átti að vera viðstaddur nema foreldrar hennar og tilvonandi eiginmannsins. Börn teljast víst ekki með í takmarkanatölunni svo þau fengu að hanga inni.

Svo vel vill til að tengdamóðir vinkonu minna er prestur. Engu að síður hefði það orðið til þess að ef takmörkin færu niður í fimm þýddi það að eitt foreldri yrði að standa fyrir utan stofugluggann á meðan.

Hrikalega rómantískt. Hvernig velur maður hvaða foreldri fær ekki að vera í brúðkaupinu manns?

En þetta reddaðist allt – takmarkið hélst við 10 sem er í seinni tíð alveg rosalega mikið af fólki

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“