fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Leiðari

Fjölskyldan á rétt á því að vera saman

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 19. maí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir aðeins nokkra daga á að vísa Mayeth Gudmundsson úr landi. Hún má ekki búa hérna, hún má ekki vinna hérna og, það sem mestu máli skiptir, hún má ekki vera hér með fjölskyldu sinni. DV greinir frá máli hjónanna Mayeth og Pjeturs Gudmundson í vikunni. Þau hafa verið gift í meira en áratug og eiga saman tíu ára gamla dóttur.

Blönduð hjónabönd eru algeng hér á landi, þúsundir Íslendinga eiga erlenda maka. Öll þekkjum við einhvern sem er giftur útlendingi. Hentugleikahjónabönd eru vissulega til en í þessu máli er auðsjáanlega ekki um það að ræða. Mayeth og Pjetur höfðu verið gift í tíu ár áður en þau ákváðu að búa sér heimili hér á landi.

Það er innbyggt í okkur að fjölskyldur eigi að fá að vera saman. Einhver mjög gild rök geti aðeins gert það að verkum að fjölskyldumeðlimum sé stíað í sundur af ríkisvaldinu; ofbeldi, glæpir eða eitthvað slíkt. Fjárhagsvandræði ættu aldrei að vera nefnd í því samhengi. Frekar ætti ríkisvaldið að styðja við barnafjölskyldur.

Við skulum ekki gabba okkur og halda að fjölskyldum hafi aldrei verið stíað í sundur vegna fjárhags. Í gegnum aldirnar þurfti fátækt fólk að gefa frá sér börnin og láta þau alast upp í fóstri. Stundum var börnunum dreift um sveitina af hreppnum og við skulum ekki halda að það hafi verið auðvelt fyrir foreldrana. Fátækum vinnuhjúum var gert ókleift að giftast þegar þau höfðu fest hugi saman. Þeim var meinað um þessa frumþörf mannsins, að finna maka og framlengja gen sín. Allt vegna peninga.

Útlendingastofnun hefur á sér slæmt orð fyrir seinagang og harðneskju í garð erlendra ríkisborgara. Þeir sem taka til varna fyrir stofnunina benda á að einungis sé verið að fylgja lögum og reglum. En í lögum eru oft gerðir fyrirvarar, til þess að mæta aðstæðum sem gætu komið upp. Það á sannarlega við í þessu tilviki eins og DV greinir frá. Hægt er að víkja frá skilyrðum um trygga framfærslu, til að mynda á grundvelli sanngirnisástæðna, en það er ekki gert í þessu tilviki. Heldur er ekki litið til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fullgiltur var á Íslandi árið 1992. Stendur þar í 7. grein:

„Barn skal skráð þegar eftir fæðingu, og á það frá fæðingu rétt til nafns, rétt til að öðlast ríkisfang og, eftir því sem unnt er, rétt til að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra.“

Þetta er málið í hnotskurn. Fjölskyldan á rétt á því að vera saman. Ef stjórnvöld á Filippseyjum myndu taka sömu ákvörðun og Íslendingar, þá gæti fjölskyldan aldrei verið saman.

Hvers vegna líta starfsmenn Útlendingastofnunar ekki á málið sem slíkt og íhuga hvort það sé sanngjarnt að vísa eiginkonu íslensks manns og móður íslensks barns úr landi með valdi? Nógan tíma hafa þeir haft til að hugsa um þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Innkalla rakettupaka
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sopinn er dýr – Áfengi þrefalt dýrara á Íslandi en í Evrópusambandsríkjum

Sopinn er dýr – Áfengi þrefalt dýrara á Íslandi en í Evrópusambandsríkjum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Sagan um hjónaband Dolly Parton og hvers vegna eiginmaður hennar hélt sig utan sviðsljóssins

Sagan um hjónaband Dolly Parton og hvers vegna eiginmaður hennar hélt sig utan sviðsljóssins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Bíræfið bankarán í Þýskalandi – Boruðu gat inn í bankahvelfinguna og tæmdu öryggishólfin

Bíræfið bankarán í Þýskalandi – Boruðu gat inn í bankahvelfinguna og tæmdu öryggishólfin
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Dómari úrskurðar um útburð hjá stjörnuhjónunum fyrrverandi – Allur rekstrarkostnaður í verulegum vanskilum

Dómari úrskurðar um útburð hjá stjörnuhjónunum fyrrverandi – Allur rekstrarkostnaður í verulegum vanskilum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Rekinn frá Liverpool