fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Leiðari

Íslenska kísilmartröðin

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 5. október 2018 20:02

Kísilver PCC á Bakka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar hörmungarfregnir hafa borist af kísilverksmiðju PCC á Bakka undanfarin misseri. Illa hefur gengið að koma verksmiðjunni í fullan rekstur og enn hefur seinni ofn hennar ekki komist í gang þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þá má teljast mikil mildi að starfsmaður fyrirtækisins hafi ekki látið lífið þegar skot hljóp í hann úr byssu sem notuð þegar tappa á af eina ofni verksmiðjunnar. Notkun slíks verkfæris er bönnuð í Noregi en Í DV í dag er viðtal við starfsmann verksmiðjunnar sem segir að íslenskir starfsmenn séu á flótta frá fyrirtækinu vegna mikils álags og lélegra launa. Heimamönnum dettur ekki í hug að sækja um vinnu hjá verksmiðjunni. Þess í stað eru ráðnir til verksmiðjunnar erlendir verkamenn, frá Póllandi og Eystrasaltsríkjunum.

Þá er ónefnd sú hörmung sem átti sér stað í kísilveri United Silicon í Helguvík og er þjóðinni í fersku minni. Verksmiðjan komst aldrei almennilega í gang og Suðurnesjamenn sveið í augun út af mengunarskýi frá henni. Allt fór síðan á hvínandi kúpuna og margt sem bendir til þess að forstjóri félagsins verði fangelsaður fyrir fjársvik.

Meirihluti kísilsins sem framleiddur hefur verið hér á landi hefur verið seldur til fyrirtækja sem framleiða sólarsellur. Í dag er kísill uppistaðan í slíkum sólarsellum en þróunin er á þá leið að sífellt minna magn þarf af efninu við framleiðsluna. Þessi markaður er síkvikur og þannig hefur verð á kísil farið hríðlækkandi síðan árið 2014. Þá gæti verið að önnur efni, sem eru ódýrari í framleiðslu, muni koma í stað kísilsins við framleiðsluna. Á þennan markað veðjuðu íslensk stjórnvöld fyrir nokkrum árum og þeir sem það gerðu hljóta að sofa vel á nóttunni.

Íslenski kísildraumurinn er að breytast í kísilmartröð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum