fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Ásthildur Lóa: „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum”

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. mars 2025 10:00

Ásthildur Lóa og eiginmaður hennar, Hafþór Ólafsson, töpuðu dómsmáli gegn íslenska ríkinu í fyrradag. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í máli hennar og eiginmanns hennar gegn íslenska ríkinu hafi verið mikil vonbrigði.

Ásthildur og eiginmaður fóru fram á skaðabætur og vildu meina að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi staðið ranglega að nauðungarsölu á fasteign þeirra í Garðabæ og ekki tekið tillit til fyrningar vaxta.

Sjá einnig: Ásthildur Lóa tapaði vegna fyrningar

Arion banki fór fram á nauðungarsöluna árið 2016 og átti bankinn hæsta boðið þegar salan fór fram árið eftir. Töldu hjónin að ekki hefði verið tekið tillit til þeirra vaxta sem miða hafi átt við þegar salan fór fram. Vildu þau meina að þau hefðu átt að fá í sinn hlut 10,6 milljónir króna af söluverði fasteignarinnar við nauðungarsöluna en Arion banki greiddi alls 60 milljónir fyrir eignina. Er í niðurstöðu dómsins helsta ástæðan sögð sú að kröfur hjónanna á hendur ríkinu séu fyrndar.

Ásthildur Lóa sagði í frétt RÚV í gær að hún ætti von á því að dómnum yrði áfrýjað. Hún tjáði sig svo frekar um málið á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún sagði:

„Hann kom því miður ekki á óvart dómur héraðsdóms gegn okkur Haffa í dag. Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum. En lífið hefur sínar leiðir til að benda manni á samhengi hlutanna, og hvað það er sem virkilega skiptir máli,” sagði Ásthildur sem rifjaði upp að það hafi verið henni ofarlega í huga að móðir hennar, Guðný Sigríður Friðsteinsdóttir, hafi einmitt látist á þessum degi fyrir 45 árum eftir 10 ára baráttu við krabbamein.

„Mér hefði nú aldrei dottið í hug að bera þetta tvennt saman ef ekki væri sami dagur og sama dagsetning, þó 45 ár séu á milli. Dómurinn í dag var mikil vonbrigði en hann var ekki áfall og breytir ekki lífinu til frambúðar. Það gæti margt verra gerst og núna er tíminn til að líta á björtu hliðarnar,” sagði hún enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“