fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Brandari sem varð að alvöru hlaut ekki náð fyrir augum mannanafnanefndar

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 10:34

Mynd: Guttormur Þorsteinsson. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um að taka upp nafnið Kanína sem eiginnafn. Synjunin byggir einkum á þeim grundvelli að slíkt nafn væri barni til ama. Sótt var um nafnið fyrir hönd barns sem fæddist nýlega. Notkun nafnsins byrjaði sem brandari en festist síðan við barnið og í kjölfarið var beiðnin lögð fram.

Nefndin segir í úrskurði sínum að nafnið uppfylli skilyrði um það taki eignarfallsendingu og sé ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls. Þá reyni hins vegar á ákvæði laga um mannanöfn um að nafn megi ekki vera þeim sem ber það til ama.

Í úrskurði nefndarinnar segir:

„Nafnið Kanína er leitt af samnafninu kanína sem er heiti vel þekktrar dýrategundar sem oft er höfð sem gæludýr. Þótt nokkur dýraheiti séu einnig notuð sem mannanöfn, svo sem Björn, Úlfur, Arna og Lóa, eru heiti gælu- eða húsdýra almennt ekki notuð sem mannanöfn.“

Fram kemur í úrskurðinum að beiðnin um nafnið hafi verið lögð fram fyrir hönd barns sem hafi fæðst nýlega. Nenfdin segir að þegar að fullorðinn einstaklingur sæki um að taka upp nýtt nafn sé ekki unnt að fullyrða að nafnið verði viðkomandi til ama. Hins vegar verði ekki hjá því komist að hafa í huga að með því að setja nafn á mannanafnaskrá sé það um leið orðið mögulegt nafn fyrir nýfædd börn.

Byrjaði sem brandari

Mannanefnd segir að henni beri því að taka það til skoðunar hvort nafnið Kanína geti verið barni til ama og vísar þá ekki síst í orðalag beiðninnar:

„Má í því sambandi nefna að í beiðni umsækjanda kemur fram að nafnið hafi fyrst verið brandari en síðan fest við umsækjanda.“

Nefndin segir það því ljóst að nafnið geti orðið viðkomandi til ama og uppfylli þar með ekki ákvæði laga um mannanöfn. Beiðninni er því hafnað. Minnir nefndin þó að það sé alveg mögulegt fyrir fullorðinn einstakling að kalla sig Kanína án þess að heita það með lögformlegum hætti:

„Bent skal á að fullveðja einstaklingur sem hefur í hyggju að kjósa sér nafn af einhverjum ástæðum sem að öllu jöfnu kynni að valda barni sem nafnhafa ama, getur í daglegu lífi sínu viðhaft það nafn þótt það fái ekki opinbera skráningu hjá stjórnvöldum og færist ekki á mannanafnaskrá. Mannanafnanefnd hlutast ekki til um gælunöfn, listræn nöfn eða önnur þau nöfn eða nefni sem kunna að tíðkast í daglegu lífi utan opinberrar skráningar.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði