fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 12:23

Bárðarbunga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverðar jarðhræringar hafa verið í Bárðarbungu í Vatnajökli og vel mögulegt að það endi með eldgosi í sjálfri eldstöðinni eða í nágrenninu. Bárðarbunga er ein öflugasta eldstöð landsins og komi upp eldgos þar sem verður nægilega öflugt til að ná í gegnum þykkan ísinn sem er ofan á eldstöðinni er ljóst að áhrifin á umhverfið geta orðið töluverð. Til að mynda gætu orðið truflanir á rafmagnsframleiðslu og fjarskiptum.

Upplýsingar um möguleg áhrif af eldgosi í Bárðarbungu er að finna í Íslensku eldfjallavefsjánni sem Veðurstofan, Háskóli Íslands og Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra halda úti.

Áhrifin yrðu að vonum mest næst Bárðarbungu þar sem engin mannabyggð er. Í innan við 30 kílómetra fjarlægð frá gosupptökum gæti orðið mikið gjóskufall í sprengigosi, þykkt gjóskunnar gæti verið allt frá 20 sentímetrum upp í 10 metra. Samgöngur á landi gætu stöðvast í stóru gosi. Í miklu gjóskufalli gætu fjarskipti truflast eða stöðvast, rafmagnslínur skemmst og truflun orðið á rafmagnsframleiðslu. Algjört myrkur getur varað klukkustundum saman undir gosmekki, samkvæmt eldfjallavefsjánni.

Líklegt er einnig að töluvert jökulhlaup myndi verða en í eldfjallavefsjánni segir að jökulhlaup hafi orðið á síðustu 1000 árum sem hafi náð 3000-30.000 rúmmetra á sekúndu í rennsli. Mun stærri jökulhlaup (mesta rennsli meira en 100.000 rúmmetrar á sekúndu) urðu á forsögulegum tíma.

Einnig væru líkur á gasútstreymi og gosmóðu þá einkum brennisteinsdíoxíði ( SO2 ) úr sprungugosum sem myndi valda mengun í lofti, láði og legi.

Miðjan

Svæði sem eru í 30 til 150 kílómetra fjarlægð frá mögulegum gosupptökum í Bárðarbungu eru í eldfjallavefsjánni kölluð miðlæg svæði. Þar gæti orðið gjóskufall  í sprengigosum og algjört myrkur klukkustundum saman. Samgöngur og fjarskipti yrðu fyrir truflunum.

Á miðlægum svæðum gætu einnig gasútstreymi og gosmóða, einkum frá stórum sprungugosum, valdið mengun í lofti, láði og legi. Þar gæti einnig orðið jökulhlaup í stórum jökulám vegna gosa undir jökli og valdið skemmdum á landi og gróðri.

Um fjarlæg svæði sem eru í meira en 150 kílómetra fjarlægð frá mögulegum gosupptökum í Bárðarbungu segir í vefsjánni að í stóru sprengigosi gæti orðið gosmökkur á flugleiðum. Sömuleiðið gæti gasútstreymi og gosmóða í stórum gosum valdið loftmengun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Viðraði vel til loftmyndatöku

Viðraði vel til loftmyndatöku