Í samtali við Morgunblaðið sagðist hann telja að eiginlega engar líkur séu á að það gjósi í Grindavík en það geti gosið í Hagafelli.
Hann sagði að jarðskorpan sé nú að róast eftir þá miklu gliðnun sem varð fyrir tveimur vikum og héðan í frá ættu menn ekki að hafa miklar áhyggjur af hugsanlegri eldvirkni í Grindavík. Einhverjir skjálftar geti orðið á svæðinu.
Þar sem Grindavík er í jaðri eldstöðvakerfisins er ólíklegt að til goss komi þar að sögn Ármanns sem sagði að hættulegasti staðurinn sé nálægt bænum Hagafelli. Þar hafi flest gos komið upp. ” Ef eitthvað gerist þá gerist það í Hagafelli,“ sagði hann.
Ef gos hefst þar munu Grindvíkingar sennilega hafa klukkutíma eða einhverja daga áður en hraun rennur að bænum.