fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Ólöglegur matvælalager á höfuðborgarsvæðinu – Nokkrum tonnum af matvælum fargað

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. október 2023 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku lagði matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hald á nokkur tonn af matvælum sem voru geymd við aðstæður sem teljast óheilnæmar. Þetta var á höfuðborgarsvæðinu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og segir að um margar tegundir matvæla hafi verið að ræða, allt frá sósum og öðrum kælivörum til þurrvöru og kjöts.

Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins og deildarstjóri sögðu í samtali við Morgunblaðið að málið sé fordæmalaust og einstakt.

Aðgerðin átti sér stað í síðustu viku og nú stendur rannsókn málsins yfir. Komu tíu heilbrigðisfulltrúar að henni.

Búið er að farga matvælunum en ljóst er að þau voru ekki hæf til neyslu.

Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri hjá heilbrigðiseftirlitinu, sagðist ekki vita hvað eigandinn hafi ætlað að gera við matvælin en magnið bendi til að hann hafi ekki ætlað að neyta þeirra sjálfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið