fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Íslenskar konur deila hryllingssögum af stefnumótaforritum: „Ekki gert af hefndarhug eða til þess að særa“

Auður Ösp
Laugardaginn 15. febrúar 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í ljósi metoo-byltingarinnar og opinberunum um kynferðislegt ofbeldi er frábært að geta styrkt böndin milli okkar með því að sýna umhyggju fyrir náunganum og vonandi verndað næstu konu fyrir svona upplifun,“ segir Nína Eck sem í október 2018 stofnaði hóp á Facebook þar sem íslenskum konum býðst að deila slæmum reynslusögum af Tinder, sem og öðrum stefnumótaforritum.

Nína hefur síðan þá fengið nokkrar hótanir um lögsókn frá mönnum sem koma fyrir í sögum á síðunni. Byggja hótanirnar á því að umræddar nafn- og myndbirtingar brjóti í bága við persónuverndarlög.

Nína stendur þó fast á sínu og segir mikilvægt að íslenskar konur hafi vettvang til að deila reynslu sinni hver með annarri. Hún leggur áherslu á að sögur sem fela í sér ásökun um glæp séu ekki birtar á síðunni.

Hyggjast herða öryggisráðstafanir

Stefnumótaforritið Tinder kom á markað árið 2012 og hefur notið sívaxandi vinsælda á meðal einhleypra Íslendinga í leit að félagsskap og hugsanlega lífsförunaut. Vinsældirnar virðast ekki fara minnkandi en forritið er í dag eitt af þeim af allra vinsælustu í netverslun App Store.

Þegar stofnaður er aðgangur á forritinu er nýr notandi beðinn um að gefa upp aldur, staðsetningu og hvaða kyni hann hefur áhuga á. Viðkomandi getur birt allt að sex ljósmyndir að sjálfum sér á síðunni.

Öryggi notenda er þó ekki fyllilega tryggt á miðlinum og auðvelt er að sigla þar undir fölsku flaggi. Þá eru engar kröfur gerðar til notenda um að gefa upp upplýsingar um til dæmis sakaferil.

Fyrr á árinu tilkynntu forsvarsmenn Tinder í Bandaríkjunum að til stæði að bjóða notendum aðgang að neyðar­hnappi í for­rit­inu, sem mun þá gera þeim kleift að gera yf­ir­völd­um viðvart ef þeir  telja sig sig vera í hættu­leg­um aðstæðum. Þá er fyrirhugað að byrja með sannprófun á myndefni, sem felst í því gervi­greind mun met­a ljós­mynd­ir sem not­end­ur hlaða inn í for­ritið og bera sam­an við ljós­mynd sem tek­in er af not­and­an­um í raun­tíma.

Viðbjóðslegar frásagnir

Á síðunni Stöndum saman – Stefnumótaforrit má í dag finna hundruð frásagna íslenskra kvenna. Frásagnirnar eru ýmist undir nafni eða ekki. Nína tekur fram að hún sé stofnandi hópsins en hún sé þó ekki umsjónarmaður síðunnar, hún komi ekki að inngöngubeiðnum í hópinn og stýri heldur ekki umræðunni sem þar fer fram.

Þess eru dæmi að konur greini frá „gervimönnum“ sem þær hafa komist í kynni við á miðlinum, það er að segja mönnum sem nota myndir úr myndabönkum og villa þannig á sér heimildir. Þá eru mörg dæmi um að konur deili skjáskotum af skilaboðum sem þær hafa fengið send frá karlmönnum, skilaboðum sem eru vægast sagt ógeðfelld.

Getur þú sagt mér hver var aðdragandinn að því að þú stofnaðir þennan hóp? 

„Ég lenti í því að maður sem ég kynntist á stefnumótaforriti kom mjög óþægilega fram við mig og setti mig í mjög óþægilega stöðu með kröfu og bón um kynferðislegar athafnir sem ég var alls ekki tilbúin í. Það hvarflaði að mér, eins og það hefur gert mjög oft áður, að það væri mögulega bara auðveldara að segja já og þola við, í staðinn fyrir að standa upp fyrir sjálfri mér. Daginn eftir hugsaði ég með mér að þessi maður sæi mig líklega bara sem einn fiskinn sem slapp úr netinu. Hvað hefur hann gert þetta við margar konur og hvað á hann eftir að gera þetta við margar í viðbót? Fólk sem er virkt á stefnumótaforritum verður að vera með aðgengilegar viðvaranir, því að svona manneskjur fá bara að halda gangi sínum áfram svo lengi sem við þegjum yfir framkomu þeirra.“

Nína segir tilgang hópsins vera að veita konum rými til að opinbera óásættanlega, óviðeigandi og særandi hegðun karlmanna sem eru virkir á stefnumótaforritum eða í makaleit.

„Við viljum að þeir geri sér grein fyrir þeim áhrifum sem hegðun þeirra hefur á konur og að tími þöggunar er liðinn. Að því sögðu hefði ég mikinn áhuga á svipuðum hóp helguðum jákvæðum umsögnum, það myndi spara þónokkur „svæp“ snemma á laugardags- eða sunnudagsmorgni.“

Nína telur að mikil þörf sé á vettvangi eins og þessum, þar sem einstaklingar, þá aðallega konur, geta tjáð sig um upplifun sína.

„Sérstaklega þar sem stjórnendur forritanna eru alræmdir fyrir lélega þjónustu við notendur þegar þeir lenda í þessum aðilum. Ísland er lítið land og næsti maður er aldrei langt undan, þannig að líklegt er að ef einhver kemur illa fram við þig hefur hann gert það áður og mun gera það aftur. Einhver vitundarvakning þarf að eiga sér stað.“

Enginn ásakaður um glæp

Nína segir að fyrstu vikurnar eftir að hópurinn var stofnaður hafi henni borist þónokkuð mörg símtöl, skammir og þar að auki nokkur bréf frá lögfræðingum.

„Ég viðurkenni að það var ákveðinn lærdómur að gera þetta rétt, að hjálpa þeim sem koma til mín undir nafnleynd að setja sína sögu fram þannig að enginn sé sakaður um glæp án þess að vera dæmdur fyrir hann og að lína sé dregin milli óviðeigandi framkomu og ofbeldis. Eftir að ég hætti að setja inn sögur undir mínu nafni síðasta haust hefur það að mestu róast en ég fæ ennþá um það bil tvenn skilaboð í viku sem eru ætluð „admin“ hópsins og ég bendi þeim á að senda skilaboð á síðuna sem ber nafn hópsins og með titilmynd af tófu. Síðasta lögmannsbréfið barst mér síðan fyrir rúmri viku.“

Hvað myndir þú segja við þá sem halda því fram að nafn- og myndbirting af þessu tagi sé eingöngu til að meiða/skaða/særa viðkomandi? 

 „Í fyrsta lagi er myndbirtingin vegna þess að viðkomandi meiddi/skaðaði eða særði aðra manneskju, sem er núna að taka vald sitt til baka og skila skömminni þangað sem hún á heima. Í öðru lagi er þetta ekki gert af hefndarhug eða til þess að særa, þetta er til þess að viðurkenna og opinbera þann sársauka sem hefur orðið nú þegar. Í þriðja lagi þá er þessi leið mögulega talin harkaleg en það hefur sýnt sig að lítið annað virkar. Við erum að kalla á hjálp, við erum að biðja um úrlausnir! Hvað þarf að gerast til þess að þessi hegðun eigi sér ekki stað í þjóðfélaginu? Hvernig fáum við svona fólk til þess að sjá að sér? Hvert getur maður leitað þegar samskiptamynstur manns særir aðra? Þessar og fleiri spurningar vakna við lestur þráðanna í hópnum. Eitt vitum við þó fyrir víst; við berum ekki ábyrgð á því lengur. Við skilum skömminni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar