fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Síbrotamaður réðst á 15 ára dreng fyrir utan 10-11 í Austurstræti – Ákærður fyrir 22 brot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. desember 2020 18:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður nálægt var í dag dæmdur í 10 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir langan lista af afbrotum.

Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa ráðist á 15 ára dreng fyrir utan verslun 10-11 Austurstræti þann 20. janúar 2020, slegið drenginn með flötum lófa í hægri öxl og sparkað í hægri síðu hans með hægri fæti, með þeim afleiðingum að drengurinn hlaut eymsli í hægri öxl og hnúalið. Hinn ákærði er sagður hafa beitt drenginn ógnunum og sýnt honum yfirgang og ruddalegt athæfi.

Fyrir utan þetta er maðurinn sakfelldur fyrir langan lista af þjófnaðarbrotum, húsbrotum og fíkniefnabrotum. Brotin eru samtals 22.

Hann er einnig sakfelldur fyrir aðra líkamsárás, en fimmtudaginn 21. maí 2020 réðst hann á mann fyrir utan Hlemmur Square hótel og sló hann með krepptum hnefa í andlit og hlaut maðurinn sprungna vör og mar á augnknetti af árásinni.

Hinn ákærði hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því 13. september. Dregst sá tími frá 10 mánaða fangelsisdómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Engar Robin klementínur í verslanir fyrir þessi jól

Engar Robin klementínur í verslanir fyrir þessi jól
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“
Fréttir
Í gær

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Í gær

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“
Fréttir
Í gær

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?
Fréttir
Í gær

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“