fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025

Móðir knésetti son sinn

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 12. apríl 2019 15:00

Lenka Ptacnikova Mætir syninum á Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið er í fullum gangi í Hörpu. Þar etja kappi um 240 keppendur frá 32 þjóðlöndum og á öllum aldri. Ein eftirtektarverðasta skákin hingað til er viðureign Lenku Ptacnikovu við ellefu ára gamlan son sinn, Adam Omarsson, í fimmtu umferð mótsins, sem fram fór á fimmtudagskvöldið. Lenka vann að þessu sinni.

„Þetta er líklega einsdæmi í íslenskri skáksögu, sérstaklega á svo sterku alþjóðlegu móti. Það hafa áður verið viðureignir milli feðga en ég minnist þess ekki að íslensk mæðgin hafi att kappi á slíku móti,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Lenka hefur um árabil verið sterkasta íslenska skákkonan en Adam er að stíga sín fyrstu skref í alþjóðlegri keppni. „Strákurinn er að standa sig vel en móðirin er mun sigurstranglegri,“ sagði Gunnar fyrir skákina. Þess má geta að faðir Adams er, Omar Salama, er aðstoðarmótsstjóri og tryggði hann að viðureignin færi fram eftir settum reglum.

Gunnar segir erlenda gesti vera himinlifandi með umgjörð mótsins og sérstaklega vettvang þess, Hörpu. „Reykjavíkurskákmótið er orðið eitt virtasta, opna skákmót heims og flesta skákferðamenn dreymir um að tefla í mótinu. Aðdráttarafl Hörpu leikur þar stórt hlutverk,“ segir Gunnar.

Í dag, föstudag, er gert eins dags hlé á Reykjavíkurmótinu vegna Evrópumótsins í Fischer-slembiskák. „Fischer þróaði þetta afbrigði við skákina á sínum tíma. Munurinn er sá að fyrir hverja umferð í mótinu er mönnum fyrir aftan peðin raðað á handahófskenndan hátt. Þetta gerir að verkum að þekking sterkra skákmanna á byrjunum gagnast þeim ekkert. Þetta er skemmtilegt tilbrigði við klassísku skákina sem nýtur sífellt meiri vinsælda. Okkur fannst við hæfi að veita þessari uppfinningu Íslendingsins, Bobbys Fischer, rými á skákhátíðinni okkar,“ segir Gunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Carragher segir daga Maresca talda og útskýrir hvers vegna

Carragher segir daga Maresca talda og útskýrir hvers vegna
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Salvar Þór 12 ára trónir enn á toppnum

Salvar Þór 12 ára trónir enn á toppnum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óhugnanleg slagsmál náðust á myndband – Börn og konur heyrðust öskra af hræðslu

Óhugnanleg slagsmál náðust á myndband – Börn og konur heyrðust öskra af hræðslu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim