fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Fréttir

Buðu 1.100 milljónir fyrir enska boltann – Dugði ekki til

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 05:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýn bauð 1.100 milljónir fyrir sýningarrétt að ensku knattspyrnunni næstu þrjú keppnistímabil. Útboðið fór fram í síðustu viku og hafði Síminn þar betur gegn Sýn. Útboðið fór þannig fram að fyrirtækin gerðu tilboð í sýningarréttinn og ef munurinn á tilboðum þeirra hefði verið innan við 10 prósent hefði verið farið í aðra umferð. Til þess kom ekki og því er ljóst að tilboð Símans var að minnsta kosti 1.210 milljónir króna.

Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, skýrir frá þessu í dag. Þar kemur fram að Sýn hafi metið það sem svo að hærra tilboð myndi leiða til taps af starfseminni miðað við að áhorfendur greiddu eðlilegt verð fyrir þjónustuna.

Haft er eftir Birni Víglundssyni, framkvæmdastjóra miðla Sýnar, að hann gæti ekki tjáð sig um tilboðið. Hann sagði að á annan tug þúsunda áskrifenda hefðu aðgang að enska boltanum í gegnum Sýn og niðurstaðan væri óheppileg fyrir neytendur.

Markaðurinn hefur eftir Magnúsi Ragnarssyni, framkvæmdastjóra afþreyingarmiðla og sölu Símans, að tilboðið byggist á viðskiptaáætlun um nýtingu á stökum rétti. Hann sagði að enski boltinn hafi verið dýr fyrir neytendur því þeir hafi þurft að kaupa mikið með honum. Síminn telji sig geta selt réttinn stakan og þannig náð til fleiri með ódýrari vöru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“