fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Fangar á Kvíabryggju nýttu sér góða veðrið

Auður Ösp
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 13:31

Ljósmynd/Facebooksíða Fangelsismálastofnunar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólin lét loksins sjá sig á suður og vesturlandi í gær við mikinn fögnuð landsmanna. Sundlaugar fylltust, raðir mynduðust fyrir utan ísbúðir og hvarvetna mátti sjá fólk njóta veðurblíðunnar. Fangarnir á Kvíabryggju tóku sólinni að sjálfsögðu fagnandi líkt og aðrir.

Líkt og fram kemur á facebooksíðu Fangelsismálastofnunar þá hefur veðrið ekki beinlínis leikið við fanga frekar en aðra þjóðfélagsþegna á suður-og vesturlandi.

„Fangar á Kvíabryggju nýttu því tækifærið í gær þegar sólin lét sjá sig og fóru í sjósund. Flestir hella sér í vinnu þegar góða veðrið lætur standa á sér en það er því miður ekki alltaf hægt í fangelsum.“

Fram kemur að föngum skorti stundum vinnu í fangelsinu og eru vinnuveitendur hvattir til að nýta sér starfskrafta þeirra.

„Ef ykkur vantar góða starfskrafta fyrir átaksverkefni þá endilega hafið samband við það fangelsi sem næst er starfseminni. Við getum unnið mörg verk, einföld og flókin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“
Fréttir
Í gær

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti