fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024

Jón Viðar: „Það er barnaskapur og heimska að láta svona og sýnir mikinn hroka“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 13. apríl 2018 17:00

Jón Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Viðar Jónsson er frægur, sumir segja alræmdur, fyrir skrif sín um íslenskar leiksýningar. Ólíkt flestum öðrum gagnrýnendum segir hann skoðanir sínar umbúðalaust og hefur sú hreinskilni oft og tíðum valdið úlfaþyt í leikhúsheiminum, sem hann telur ekki hátt risið á í dag. Kristinn hjá DV ræddi við Jón um æskuna, leikhúsið, trúna á Jesú Krist og baráttu Jóns við kvíða og þunglyndi.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Viðbrögð Clausen-systra dæmigerð

Jón hefur lengi bent á vankanta menningarumfjöllunar Ríkisútvarpsins. En efling menningar og íslenskrar tungu er ein af frumskyldum þeirrar stofnunar. Hann segir að tíminn sem ætlaður sé undir leikhúsgagnrýni í lok Kastljóssins sé allt of stuttur og ekkert alvöru samtal komist á flug.

„Leikhúsfólk vill að gagnrýnandinn fái meiri tíma til að rökstyðja mál sitt og á hverju hann byggi mat sitt, jákvætt eða neikvætt. Stjórnendur Ríkisútvarpsins virðast líta á þetta sem einhverja neytendaþjónustu þar sem áhorfendur fá hraðsoðið mat á því hvort sýningar veki áhuga gagnrýnandans eða ekki og svo stjörnugjöf. Þarna eru heilu málstofurnar um fótbolta þar sem menn sitja kannski í klukkutíma og greina leiki sundur og saman af mikilli djúpvisku. Af hverju geta menn ekki greint leiksýningar, kvikmyndir og bækur á sama hátt? Ég hef aldrei fengið neitt svar við því.“

Hvernig standa leikhúsgagnrýnendur sig almennt?

„Þetta er eflaust ágætisfólk sem vill vel, en mér finnst skrif þeirra einkennast of mikið af dekri við ákveðnar tegundir leiklistar. Sumir eru mjög uppteknir, og, er hræddur um, jafnvel dálítið snobbaðir, fyrir því sem kallast framúrstefnuleikhús sem mér skilst að sé allt sem fer út fyrir hinn hefðbundna raunsæisramma. Þeir dásama það í bak og fyrir en gagnrýna ekki. Ég hef gaman af tilraunaleikhúsi ef ég finn að það er eitthvert vit í því. En því miður finnst mér það sem er borið fram undir þessum merkjum hér á landi mestallt vera undanrenna af gamaldags framúrstefnu sem maður var að sjá úti í Evrópu, ekki síst í Þýskalandi, á árunum í kringum 1970.“

Talið berst nú að því sem hefur verið kallað óðaverðbólga í stjörnugjöf, það er að gagnrýnendur hlaði verkin lofi frekar en að gagnrýna þau. Jón telur þetta sérstaklega áberandi í heimi bókmenntanna í jólabókaflóðinu.

„Þetta er ekkert annað en þjónkun við útgefendur og partur þeirra sölumennsku. Þetta er ekki þjónusta við lesendur, hvað þá höfunda.“

Þessi þrýstingur kemur einnig innan úr listaheiminum sjálfum og nýverið hafa raddir þaðan verið háværar um að fjölmiðlar fjalli ekki nægilega mikið og nægilega jákvætt um listsköpun. Jón telur hið síðarnefnda mikinn misskilning.

„Því miður er tilhneiging í nútímanum til að hampa öllu sem fólk er að gera. Krúttkynslóðin er ansi illa farin af slæmu uppeldi og hana skortir of oft auðmýkt gagnvart skoðunum þeirra sem búa yfir raunverulegri þekkingu og þjálfaðri dómgreind. Nýlegt dæmi er í umræðu um framlag okkar til Eurovision-söngvakeppninnar.“

Um er að ræða þátt Felix Bergssonar, Alla leið, þar sem söngkonan Helga Möller gaf íslenska laginu Our Choice ekki háa einkunn. Sagði hún lagið leiðinlegt, óeftirminnilegt og ætti nánast enga möguleika á að komast áfram. Þórunn Clausen, höfundur lagsins, og systir hennar, Ragnheiður Elín þula, brugðust harkalega við „dómhörkunni og neikvæðninni.“ Það væri einkennilegt að einhver setti sig í dómarasæti gagnvart listsköpun fólks og vinnu. Jón Viðar segir:

„Það er barnaskapur og heimska að láta svona og sýnir mikinn hroka. Auðvitað má fólk bara þakka fyrir að einhver taki verkið nógu alvarlega til að hafa skoðun á því. Þessi umræða sem skapaðist þarna er dæmigerð fyrir þann tíðaranda sem er ríkjandi núna. Öllu er hrósað og hampað, sama hversu lélegt það er og fjölmiðlarnir taka þátt í þessum dansi, til dæmis með vali á gagnrýnendum, því þeir kæra sig ekki um ófriðinn sem fylgir því þegar listamenn taka gagnrýni illa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gummi Ben uppljóstrar því hvað Viðar gerði nákvæmlega og Baldur segir – „Ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar“

Gummi Ben uppljóstrar því hvað Viðar gerði nákvæmlega og Baldur segir – „Ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gary Martin á eldi í Ólafsvík – Sjáðu markið og stoðsendingarnar um helgina

Gary Martin á eldi í Ólafsvík – Sjáðu markið og stoðsendingarnar um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gylfi Þór æfði ekki í heila viku fyrir leikinn gegn Blikum – „Ég myndi ekki vilja vera dómari, þetta er mjög erfitt“

Gylfi Þór æfði ekki í heila viku fyrir leikinn gegn Blikum – „Ég myndi ekki vilja vera dómari, þetta er mjög erfitt“