fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Páll hjólar í ritstjóra Stundarinnar: „Axlið ábyrgð ykkar og biðjist afsökunar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. mars 2018 11:51

Páll Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að Stundin biðjist afsökunar á skrifum Braga Páls Sigurðarsonar, pistlahöfundar blaðsins. Páll segist að hafa fengið það staðfest að Bragi Páll hafi mætti á Landsfund Sjálfstæðismanna fyrir hönd Stundarinnar og telur hann því blaðið bera ábyrgð á skrifum hans.

Páll kallaði Stundina í gær „endaþarm íslenskrar blaðamennsku“ vegna pistils Braga Páls en sitt sýnist hverjum um þau skrif. Meðan sumir, þar með talið ritstjórar Stundarinnar, segja að skrif hans einkennist af satíru þá telja aðrir að Bragi Páll sé meinfýsinn og haldinn mannfyrirlitningu.

Líkt og fyrr segir krefst Páll afsökunar frá Stundinni fyrir að birta pistil Braga Páls:

„Talsverðar umræður sköpuðust hér á síðunni minni í gær vegna færslu sem ég skrifaði um ótrúlega níðgrein sem birtist í Stundinni um Landsfund Sjálfstæðismanna. Á umræðuþræðinum var helst að skilja á talsmönnum Stundarinnar að viðkomandi pistlahöfundur hefði verið á eigin vegum að skrifa þetta og ritstjórn Stundarinnar óviðkomandi. Ég hef nú fengið staðfest að ritstjóri Stundarinnar, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, tilkynnti sjálf að Bragi Páll Sigurðarson myndi mæta á fundinn „fyrir hönd Stundarinnar“. Ég segi því enn við forráðamenn Stundarinnar: Hættið að verja þennan ósóma; axlið ábyrgð ykkar og biðjist afsökunar.“

Ingibjörg Dögg gagnrýndi viðbrögð Páls á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og sagði meðal annars:

„Ég get rétt ímyndað mér viðbrögðin við því ef ritstjóri fjölmiðils leyfði sér að útnefna og uppnefna nafngreindan þingmann og alla hans samflokksmenn endaþarm íslenskra stjórnmála vegna starfa sinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd