fbpx
Laugardagur 24.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Þreyttur kattareigandi

Svarthöfði
Sunnudaginn 26. maí 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta sumar fékk Svarthöfði sér kettling. Bröndótta læðu sem fékk nafnið Branda. Svarthöfði taldi að það væri miklu auðveldara að fá sér kött en hund. Hundar krefjast hreyfingar og mun meiri athygli sem Svarthöfði er hvorki fær né viljugur til þess að veita. Sjálfsagt var Branda tekin of fljótt frá móður sinni og hefði þurft að liggja lengur á spena, því eitthvað virðist vanta í hana.

Um haustið var kominn tími til að gelda Bröndu. Ekki vildi Svarthöfði sitja uppi með skara af kettlingum og þurfa að reyna að koma þeim út á Barnalandi. Nei, það yrði of tímafrekt. En um þetta sama leyti fór að vaxa stór og myndarlegur pungur undir Bröndu. Þetta var þá högni eftir allt saman. En það kom ekki að sök því það er ódýrara að gelda högna en læður.

Leið nú veturinn og ekki varð Brandur gáfaður þótt hann stækkaði og fitnaði. Hann var inniköttur og líkaði það illa. Svo illa að hann gapti fram af svölunum og í eitt skiptið féll hann fram af en varð þó ekki meint af. Á þeim tímapunkti festi Svarthöfði á hann ól og hleypti út í frelsið.

Brandur
Þegar hann var enn þá læða.

En þá byrjaði ballið fyrir alvöru og hefur Brandur verið Svarthöfða til eintómrar armæðu síðan. Svarthöfði fylgist stundum með honum út um gluggann og samskiptum hans við aðra ketti úr nágrenninu. Lífsreynda ketti og harða af sér. Kemur Brandur illa út úr þeim samanburði en fær þó stundum að hanga í pilsfaldinum á feitum gráum ketti úr næsta stigagangi. Sennilega vegna meðaumkunar.

Brandur stígur ekki beint í vitið og auk þess er hann algerlega áttavilltur. Ekki leið á löngu þar til Svarthöfði var farinn að sjá myndir af honum poppa upp á hverfasíðum á Facebook og símtölin fóru að berast: „Þessi köttur er búinn að setjast að hérna í garðinum hjá mér og vill ekkert fara!“

Ekki nóg með að Brandur angri nágrannana því einnig hefur hann truflað skólastarf barnanna í nágrenninu. Í eitt skipti óð hann inn í miðja kennslustund og í annað truflaði hann útikennslu í leikfimi svo að tímanum var aflýst. Einnig lætur hann leikskólabörnin ekki í friði og í eitt skipti sníkti hann hafragraut frá þeim. Þá hefur hann einnig verið að týna ólunum sínum og læsast inni í hjólageymslum.

Með því að fá sér kött vildi Svarthöfði losna við hvimleiða göngutúra. En nú þarf Svarthöfði að þramma hverfið þvert og endilangt til að leita að Brandi. Þar að auki er hann sinnulausari um húsbónda sinn en áður. Þegar hann er heima við sefur hann og safnar kröftum fyrir næsta skammarstrik. Eða hann liggur ofan á búri þar sem stjúpbræður hans, þrír gullfiskar synda, og hræðir úr þeim líftóruna.

Nei, nú er nóg komið af svartagallsrausi um hann Brand blessaðan. Þótt hann sé vitlaus getur hann verið bráðskemmtilegur og ágætis félagsskapur. Hann er barngóður og ærslafullur, forvitinn og djarfur. Þar að auki er hann hinn myndarlegasti á að líta. Að eiga dýr gefur lífinu lit og þó að kettir hafi það orð á sér að vera hrokafullir einfarar þá eru þeir hin vænstu skinn inni við beinið. Og ekki myndi Svarthöfði skipta á Brandi fyrir neitt annað dýr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Jónsi segir skilið við hljómsveitina Í svörtum fötum

Jónsi segir skilið við hljómsveitina Í svörtum fötum
433
Fyrir 2 klukkutímum

Byrjunarlið Norwich og Chelsea: Abraham byrjar

Byrjunarlið Norwich og Chelsea: Abraham byrjar
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Tarantino og tásublætið: Kvöldstund með leikstjóranum vekur athygli – „Má ég sjúga tærnar á þér á meðan ég fróa mér?“

Tarantino og tásublætið: Kvöldstund með leikstjóranum vekur athygli – „Má ég sjúga tærnar á þér á meðan ég fróa mér?“
433
Fyrir 15 klukkutímum

Bellerin sparaði ekki stóru orðin: ,,Hann er einn sá besti sem ég hef séð“

Bellerin sparaði ekki stóru orðin: ,,Hann er einn sá besti sem ég hef séð“