Ástralir eru harmi slegnir eftir að efnilegur brimbrettakappi, hinn 15 ára gamli Khai Crowley, lést eftir að hafa orðið fyrir árás hákarls. Drengurinn var við æfingar ásamt nærri Ethel-strönd, nærri stórborginni Adelaide.
Erlendir miðlar greina frá því að hákarl hafi ráðist á drenginn, bitið af honum fótlegginn og þrátt fyrir að aðrir brimbrettakappar hafi komið Crowley til hjálpar hafi meiðsli hans verið svo alvarleg að ekki tókst að bjarga lífi hans. Þá kemur fram að faðir drengsins hafi horft hjálparvana upp á hryllinginn.
Ekki liggur fyrir af hvaða tegund hákarlinn var sem réðst á Crawley en svæðið er þekkt fyrir að þar sést reglulega glitta í ógnarstóra hvíta hákarla.