Zaluzhnyi skýrði frá þessu á Telegram og segir að Chastiakov hafi verið að halda upp á afmælið sitt þegar ein af afmælisgjöfunum sprakk. Segir hann þetta mjög sárt og mikið tap fyrir úkraínska herinn sem og hann sjálfan.
Úkraínska lögreglan skýrði frá því á Facebook að 13 ára sonur Chastiakov hafi særst alvarlega í sprengingunni og liggi á sjúkrahúsi. Segir lögreglan að enn sé unnið að rannsókn málsins.