fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
FréttirPressan

Dularfullt mál skekur Þýskaland – 7 ára drengur fannst látinn í baðkari og barnapían var horfin

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. maí 2018 07:55

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina fannst 7 ára drengur lífvana í baðkari í húsi í bænum Künzelsau í Baden-Württemberg í miðhluta Þýskalands. Drengurinn hafði verið skilin eftir hjá 69 ára konu, fjölskylduvini, sem ætlaði að gæta hans. Þegar foreldrarnir komu til að sækja drenginn var hann látinn og konan horfin. Myrti hún drenginn eða lést hann af öðrum orsökum? Af hverju hvarf konan?

Þetta eru meðal þeirra spurninga sem velt hefur verið upp í Þýskalandi í tengslum við málið en lítið hefur verið um svör enn sem komið er.

Það var fyrripart laugardags sem drengurinn fannst og voru kringumstæðurnar dularfullar. Hann hafði eins og svo oft áður gist hjá konunni. Þegar foreldrar hans komu til að sækja hann komust þau ekki inn í húsið. Með aðstoð nágranna tókst þeim á endanum að komast inn í húsið þar sem þau fundu son sinn lífvana. Læknir staðfesti skömmu síðar að hann væri látinn.

Konan var hins vegar horfin. Lögreglan lýsti eftir henni og leitað var að henni, bæði úr lofti og á landi og sporhundar voru notaðir við leitina að sögn Bild.

Lögreglan sagði í upphafi að drengurinn hafi látist við „dularfullar kringumstæður“. Südwest Presse sagði í gær að drengurinn hafi verið kyrktur og það hefur lögreglan nú staðfest.

Konan var handtekin á laugardagskvöldið en þá sáu nágrannar hennar að hún var komin heim. Þýskir fjölmiðlar segja að konan hafi margoft passað drenginn síðustu fimm ár. Samband hennar og foreldranna er sagt hafa verið náið og því hefur það vakið undrun að drengurinn hafi verið myrtur. Krufning á nú að varpa ljósi á dánarorsökina og hvort konan hafi myrt hann. Lögreglan rannsakar einnig af hverju konan lét sig hverfa að heiman.

Fátt er um svör enn sem komið er í málinu en það hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi enda um margt óvenjulegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi