fbpx
Mánudagur 15.september 2025
FréttirPressan

Jafnaðarmenn vilja herða reglurnar – Ef hælisleitendur læra ekki tungumálið eiga þeir að missa opinberar bætur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 07:45

Flóttamenn í Svíþjóð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í september ganga Svíar að kjörborðinu og kjósa til þings. Stjórnmálaflokkarnir eru að sjálfsögðu byrjaðir að undirbúa sig undir kosningarnar og gær kynntu jafnaðarmenn nokkur af áhersluatriðum sínum fyrir komandi kosningar. Meðal þess sem þeir kynntu er vilji flokksins til að hælisleitendur og innflytjendur, sem eru atvinnulausir og fá opinberar bætur, verði skyldaðir til að sækja sænskunámskeið á vegum hins opinbera. Ef þeir gera það ekki eiga þeir að missa þær bætur sem þeir fá greiddar. Þetta á einnig að ná til þeirra sem hafa sótt um hæli en afgreiðslu mála þeirra er ekki lokið.

Það voru fjármálaráðherrann Magdalena Andersson og Ylva Johansson ráðherra atvinnumála sem kynntu þessar hugmyndir.

„Það er ekki hægt að ofmeta mikilvægi þess að kunna góða sænsku, maður þarf ekki kunna hana fullkomlega til að geta tekið sér stöðu í sænsku samfélagi.“

Sagði Johansson og Andersson bætti við:

„Til að geta lifað góðu lífi í Svíþjóð þarf maður að kunna sænsku.“

Foreldrar eiga að geta tekið þátt í sænskukennslu á meðan þeir eru í fæðingarorlofi og einnig á að verða auðveldarar fyrir innflytjendur, sem eru í vinnu, að fá sænskukennslu.

Nýlega kynntu jafnaðarmenn kosningaloforð sitt um að banna rekstur einkaskóla sem eru reknir á trúarlegum grunni. Þá sagði Ardalan Shekarabi, ráðherra, að í sænskum skólum eigi það að vera kennarar sem ráða för, ekki prestar og múslímaklerkar.

Flokkurinn vill ekki banna alla trúariðkun í skólum og það verður áfram heimilt að leggjast á bæn á skólatíma en ekki má vera með skipulagða trúariðkun.

Einnig á að taka tillit til stöðu trúarlegra minnihlutahópa í samfélaginu og því mun bann við rekstri skóla á trúarlegum grunni ekki ná til skóla gyðinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá