fbpx
Mánudagur 15.september 2025
FréttirPressan

Demókratar eru sigurvegarar kosninganna á Grænlandi – Stóru flokkarnir töpuðu fylgi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 04:56

Ittoqqortoormiit. Afskekktasta þorp Grænlands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stóru flokkarnir tveir á grænlenska þinginu töpuðu báðir umtalsverðu fylgi í þingkosningunum í gær. Enn er verið að telja en eins og staðan er núna stefnir í að Siumut fái 26,8 prósent atkvæða en flokkurinn fékk 34,3 prósent í kosningunum 2014. Inuit Ataqatigiit (IA) fær 26,1 prósent atkvæða en fékk 33,2 prósent í kosningunum 2014.

Demókratar verða að teljast sigurvegarar kosninganna en fylgi þeirra stefnir í að verða 19,6 prósent en þeir fengu 11,8 prósent í kosningunum 2014.

Sara Olsvig, formaður IA, ræddi í morgun við formann Siumut og óskaði honum til hamingju með sigurinn er Siumut verður stærsti flokkurinn á þingi. Samkvæmt hefð þá er það stærsti flokkurinn sem fær fyrstur umboð til stjórnarmyndunar og því mun það væntanlega falla í hlut Siumut að reyna stjórnarmyndun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá