fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ráðherra segir að hugsanlega verði enginn flugvöllur í notkun í Berlín eftir rúmlega ár

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. apríl 2018 10:30

Berlin Tegel í Berlín. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andreas Scheuer, innanríkisráðherra Þýskalands, segir að ríkisstjórn landsins hafi ekki áttað sig á grjóthörðum veruleikanum varðandi flugvallamál í Berlín. Ráðherrann segir hættu á að enginn flugvöllur verði í Berlín frá árslokum 2019.

Þessi misserin er unnið hörðum höndum að byggingu Berlin Brandenburg Willy Brandt (BER) flugvallarins sem á að taka í notkun í október 2020 ef allt gengur eftir áætlun. Það er þó rétt að hafa í huga að fram að þessu hefur sáralítið gengið eftir áætlun við þessa framkvæmd. Upphaflega átti að opna flugvöllinn 2011 og nú, sjö árum síðar, er ekki enn búið að opna hann.

Það er töluvert síðan að menn áttuðu sig á að flugvöllurinn mun ekki í sinni upprunalegu mynd geta annað þeim fjölda flugfarþega sem munu væntanlega ferðast til og frá Berlín. Af þeim sökum þarf að hefjast handa við að stækka hann áður en hann er tekinn í notkun.

Frá upphafi hefur verið unnið út frá því að aðeins einn stór flugvöllur verði í Berlín og því mun Schönenfeld flugvöllurinn að hluta verða hluti af BER sem er við hlið Schönenfeld. Tegelflugvellinum verður síðan lokað sex mánuðum eftir að BER verður tekinn í notkun þrátt fyrir að meirihluti borgarbúa hafi greitt atkvæði með því að Tegel verði áfram í notkun.

Í samtali við Frankfurter Allgemeine Zeitung sagði Scheuer að hætta sé á að enginn flugvöllur verði nothæfur í Berlín í árslok 2019. Lög frá 2007 um flugvelli leggja auknar kröfur á hávaðavernd íbúðarhúsnæðis nærri flugvöllum. Þetta hefur í för með sér að setja þarf hljóðeinangrandi gler í mikinn fjölda húsa fyrir árslok 2019. En margir eiga erfitt með að sjá skynsemina í að það sé gert í ljósi þess að Tegel verður lokað 2020 eða þar um bil ef allt gengur eftir áætlun.

Scheur telur að Tegel eigi að vera áfram í notkun og mun hann taka málið upp við ráðamenn í Brandenburg og Berlín sem taka þátt í byggingu BER ásamt ríkisvaldinu.

Engelbert Lütke Daldrup, forstjóri Tegelflugvallar, segir í Tagesspiegel að ráðherrann hafi rangt fyrir sér. Það sé klárt að Tegel verði í notkun þar til BER opni og að samingur sé í gildi við ríkisstjórn Sambandslýðveldisins um að Schönenfeld flugvöllurinn verði í notkun til 2025.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd