fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Sólveig Anna hlær að umfjöllun RÚV – „You couldn’t make this up“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 09:30

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður eflingar gerir athlægi að umfjöllun RÚV, nánar tiltekið Kastljóss, í gær.

Í þáttinn mætti Hjálmar Gíslason framkvæmdastjóri og stofnandi GRID. Í liðinni viku gerði Hjálmar athugasemd við fréttaannáll RÚV sem fluttur var á gamlársdag og benti á að 45 mínútna þátturinn hefði farið í yfirferð hörmunga á meðan margt gott væri að gerast í heiminum sem annállinn hefði tekið sér tvær mínútur í að fjalla um.

Sjá einnig: Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Kastljósi RÚV er deilt í frétt á vef miðilsins með fyrirsögninni „Heimurinn er miklu betri en við flest höldum“

Þetta finnst Sólveigu Önnu stórskemmtilegt og segir hún í færslu sinni RÚV fyndið.

„Þar hefur semsagt verið ákveðið að þörf væri á sérstakri umfjöllun um hvað allt gangi í raun vel í heiminum, í ljósi heimsástandsins, og hjá okkur á Íslandi sérstaklega, af því að við, barnalegur almenningur, erum töluvert áhyggjufull yfir hinu og þessu. Við þurfum einhverskonar Stundina okkar – allt er gott og mamma og pabbi passa þig á hverjum degi. Sjáðu sætu kisuna!

Og það sem okkur er sagt af meðlimum efri-millistéttarinnar sem fá að útskýra fyrir okkur tilveruna, að sé ástæða þess að við höldum að ástandið sé ekki svo gott, er að við horfum svo mikið á fréttir.

You couldn’t make this up.“

Segir Sólveig Anna fréttastofu RÚV kannski taka þetta til skoðunnar og draga  bara verulega úr fréttaflutningi: „fleiri Stundirnar okkar með vel settum Íslendingum og færri fréttatímar þar sem sagt er frá vanlíðan vesalinga um heim allan. Enda eigum við, dugleg og góð, ekki annað skilið en að hugsa smátt og smærra.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur
Fréttir
Í gær

Birting dýraníðsdómsins þótti of þungbær fyrir bóndann

Birting dýraníðsdómsins þótti of þungbær fyrir bóndann
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður á skilorði rændi áfengi á skólalóð

Síbrotamaður á skilorði rændi áfengi á skólalóð
Fréttir
Í gær

Guðni hrósar Ölgerðinni – „Mörg fyrirtæki hafa því miður reynst amlóðar“

Guðni hrósar Ölgerðinni – „Mörg fyrirtæki hafa því miður reynst amlóðar“
Fréttir
Í gær

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara