fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Ætla ekki að birta dóm fyrir alvarlegt dýraníð

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 14:00

Bóndinn var dæmdur fyrir að sinna ekki velferð nautgripa sinna. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Mynd: Christian Bickel, CC BY-SA 2.0 - Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki stendur til að birta á vefsíðu héraðsdómstólanna dóm yfir bónda vegna alvarlegra brota hans á dýravelferðarlögum en hverjar ástæður þess nákvæmlega eru liggur ekki fyrir.

Samkvæmt tilkynningu Matvælastofnunar frá því fyrr í dag lagði stofnunin fram kæru á hendur bóndanum lögreglu í apríl 2024. Lögreglustjóri hafi síðan gefið út ákæru í júlí 2025 á hendur bóndanum fyrir stórfellt brot á lögum um velferð dýra með því að hafa um nokkurn tíma á tímabilinu frá árinu 2022 til 9. apríl 2024 á búi sínu misboðið og vanrækt á stórfelldan hátt umönnunarskyldur sínar. Þetta hafi hann gert með því að láta hjá líða að tryggja nautgripum í hans eigu aðgang að fóðri og vatni, að tryggja að gripirnir fengju læknismeðferð eða væru aflífaðir og yfirgefið þá í bjargarlausu ástandi. Afleiðingarnar hafi orðið þær að 29 gripir drápust auk þess sem aflífa þurfti og slátra 49 gripum til viðbótar.

Bóndinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og jafnframt sviptur heimild til að hafa dýr í umsjá sinni í fimm ár.

Gripahús dauðans

Með tilkynningunni fylgir fyrri tilkynning stofnunarinnar vegna málsins frá apríl 2024 um kæru stofnunarinnar á hendur bóndanum. Fram kom í þeirri tilkynningu að við eftirlit sem framkvæmt var með aðstoð lögreglu hafi fundist 29 dauðir nautgripir í gripahúsi á bænum. Í kjölfarið hafi starfsmenn stofnunarinnar aflífað 21 grip til viðbótar á staðnum sökum slæms ástands, allt gripir sem hafi verið hýstir í gripahúsinu. Aðrir nautgripir, sem hafði verið haldið úti við, hafi verið hýstir yfir nóttina, en síðan verið færðir til slátrunar daginn eftir. Hræjum og skrokkum hafi verið fargað á viðurkenndum urðunarstað.

DV leitaði eftir nánari upplýsingum um dóminn hjá Matvælastofnun þar sem hann hafði ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdómstólanna.

Í svari frá stofnuninni við fyrirspurn DV segir að viðkomandi héraðsdómstóll hafi upplýst að í samræmi við 7. greina reglna númer 3/2022 um útgáfu dóma og úrskurða á vefsíðum dómstóla þá verði dómurinn ekki birtur. Í samræmi við þá niðurstöðu muni stofnunin því ekki birta frekari upplýsingar um málið.

Birting

Umræddar reglur eru settar af Dómstólasýslunni en í 7. grein þeirra segir:

„Þegar sérstaklega stendur á getur dómstjóri með hliðsjón af hagsmunum málsaðila eða annarra sem getið er í dómsúrlausn ákveðið að vikið skuli frá ákvæðum 6. gr. Dómstjóri skal skrá rökstuðning fyrir ákvörðun sinni í málaskrá.“

Samkvæmt 6. grein skulu dómsúrlausnir í héraði birtar opinberlega en þó er töluvert af undantekningum frá þeirri reglu.

Í fyrri tilkynningu Matvælastofnunar vegna málsins kemur fram að málið hafi verið til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra því liggur beinast við álykta að dómurinn hafi verið kveðinn upp við Héraðsdóm Norðurlands vestra. DV hefur sent skriflega fyrirspurn til dómstólsins um þá ákvörðun að birta ekki dóminn og mun greina frá svörunum þegar og ef þau berast.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Síbrotamaður á skilorði rændi áfengi á skólalóð

Síbrotamaður á skilorði rændi áfengi á skólalóð
Fréttir
Í gær

Guðni hrósar Ölgerðinni – „Mörg fyrirtæki hafa því miður reynst amlóðar“

Guðni hrósar Ölgerðinni – „Mörg fyrirtæki hafa því miður reynst amlóðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“