

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hættur við að leggja refsitolla á Evrópu vegna Grænlands. Tilkynnir Trump þetta í færslu á samfélagsmiðli sínum Truthsocial.
Trump tilkynnti áður um að Bandaríkin myndu leggja tíu prósent auk toll á allan innflutning frá átta Evrópuríkjum. Það hefði svo hækkað um fimmtán prósentustig til viðbótar hefðu Bandaríkin ekki innlimað Grænland fyrir 1. júní.
Trump segist hafa átt góðan fund með Mark Rutte framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og þar hafi þeir náð saman um „ramma framtíðarsamkomulags varðandi Grænland og raunar alls heimsskautsins.“ Lausn sem sé frábær fyrir Bandaríkin og öll ríki NATO.
Trump segir jafnframt frekari viðræður halda áfram varðandi Grænu hvelfinguna hvað Grænland varði og frekari upplýsingar verði gefnar út eftir því sem viðræður þróast.
