fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður Útlendingastofnunar sem braut gegn lögbundinni þagnarskyldu sinni með því að birta nöfn einstaklinga, sem voru með mál í vinnslu hjá stofnuninni, á Instagram hefur verið rekinn úr starfi og kærður til lögreglu. Jafn framt ritaði starfsmaðurinn með niðrandi hætti um fólkið og stærði sig af því að hafa skrifað ákvarðanir sem snerust um að neita umsækjendum um hæli.

Það var fjölmiðilinn Gímaldið sem greindi fyrst frá málinu skömmu fyrir jól.

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“

Gímaldið greindi einnig fyrst frá afleiðingunum fyrir starfsmanninn en tilkynning um það hefur verið birt á vef Útlendingastofnunar.

Í tilkynningunni segir að 18. desember hafi stofnunin fyrst fengið upplýsingar um alvarlegt brot starfsmanns á lögum um persónuvernd og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Starfsmaðurinn hafi lokið störfum hjá stofnuninni.

Segir enn fremur að frá því málið kom upp hafi verið farið yfir allar ákvarðanir sem viðkomandi starfsmaður hafði aðkomu að á meðan hann starfaði hjá stofnuninni. Þetta hafi verið gert til að ganga úr skugga um að verkferlum sem eigi að tryggja gæði ákvarðana hafi verið fylgt í hvívetna. Á meðal þess sem það feli í sér sé að allar stjórnvaldsákvarðanir stofnunarinnar skuli lesnar yfir og staðfestar af yfirmanni og því komi ávallt fleiri en einn starfsmaður að hverri ákvörðun. Við yfirferð umræddra mála hafi ekkert komið fram sem gefi tilefni til að endurskoða eða taka upp að nýju ákvarðanir sem starfsmaðurinn hafði aðkomu að. Ekkert bendi heldur til þess að viðkomandi hafi áður viðhaft slíka háttsemi og gangi stofnunin út frá því að um einangrað tilvik sé að ræða.

Kærður

Segir enn fremur að í samvinnu við persónuverndarfulltrúa stofnunarinnar hafi brotið verið tilkynnt sem öryggisbrestur til Persónuverndar og hafi ákvæðum um meðferð slíkra mála verið fylgt til hins ítrasta. Persónuvernd hafi jafnframt hafið frumathugun á öryggi við vinnslu persónuupplýsinga hjá Útlendingastofnun í því skyni að afla upplýsinga og gagna til athugunar á því hvort tilefni sé til að hefja úttekt eða frumkvæðisathugun á vinnslunni.

Í ljósi alvarleika málsins hafi Útlendingastofnun einnig tilkynnt brot starfsmannsins til lögreglu.

Haft er eftir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar:

„Ég geri þá kröfu að starfsfólk Útlendingastofnunar standi undir þeirri ábyrgð sem fylgir meðhöndlun viðkvæmra persónuupplýsinga. Traustið sem skjólstæðingar okkar sýna okkur byggir á því, og ég vil vera skýr um að brot á trúnaði verða ekki liðin innan stofnunarinnar.“

Segir að lokum að Útlendingastofnun hafi við þetta tilefni brýnt fyrir starfsfólki sínu mikilvægi þess að gæta ítrustu varkárni við meðhöndlun þeirra gagna sem stofnuninni sé treyst fyrir. Stofnunin muni hér eftir sem hingað til leggja áherslu á að upplýsa og fræða starfsfólk sitt um rétta meðferð gagna og þær skyldur sem hvíli á starfsmönnum samkvæmt lögum og reglum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt lag frá Móeiði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Í gær

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður á skilorði rændi áfengi á skólalóð

Síbrotamaður á skilorði rændi áfengi á skólalóð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni hrósar Ölgerðinni – „Mörg fyrirtæki hafa því miður reynst amlóðar“

Guðni hrósar Ölgerðinni – „Mörg fyrirtæki hafa því miður reynst amlóðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skipulagsbreytingar hjá Klöppum

Skipulagsbreytingar hjá Klöppum