fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

„Menn sem aka svona „drekum“ hljóta að hafa efni á að borga í samræmi við það“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. janúar 2026 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég skora á ríkisstjórnina að endurskoða reglurnar um kílómetragjaldið og verð á eldsneyti með hliðsjón af umhverfisáhrifum sem ökutækin valda,“ segir Úrsúla Jünemann, kennari, leiðsögumaður og pistlahöfundur í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar skrifar hún um kílómetragjald á öll ökutæki sem tekið var upp um áramótin, en óhætt er að segja að hún sé ósátt með fyrirkomulagið og færir hún rök fyrir máli sínu.

„Við hjónin vorum lengi vel með bíllausan lífsstíl á meðan við vorum ung og spræk. En þegar maður er kominn á efri árin verður erfitt að vera bíllaus,” segir hún í grein sinni og bætir við að fyrir nokkrum árum hafi þau ákveðið að kaupa sparneytinn bíl sem gengur bæði fyrir bensíni og metani.

Úrsúla bendir á að metan sé sem stendur umhverfisvænasta eldsneytið sem verður til við rotnun á lífrænum úrgangi.

„Sleppi það út í andrúmsloftið er það margfalt skaðlegra en koltvísýringur. En það má brenna því sem eldsneyti í bílum. Þannig að við keyptum tvinnbíl, metan og bensín, og reyndum eins og við gátum að komast á stöðvar sem selja metan þó að þær séu fáar. Hvatningin var auðvitað líka að metan var talsvert ódýrari orkugjafi en bensín eða olía,“ segir hún og bætir við að núna eftir breytingu sé metan í raun dýrasti kosturinn þrátt fyrir að vera sá umhverfisvænasti.

Úrsúla veltir fyrir sér hvað sé eiginlega á bak við þetta og spyr hún hvar umhverfisstefna ríkisstjórnarinnar ef hvatningin sé að nota jarðefnaeldsneyti sem mest. „Að lækka verð á bensíni og dísilolíu það mikið að metan dettur út?“

Þá segir hún ósanngjarnt að kílómetragjaldið leggist jafn á allar bifreiðar undir 3,5 tonnum á þyngd.

„Þeir sem aka á léttum sparneytnum bílum og ekki á nagladekkjum eiga að borga sama kílómetragjald og stórir þungir jeppar sem eru á nöglum og eyða miklu af jarðefniseldsneyti. Manni finnst nú að þeir sem menga meira og slíta götunum meira eigi líka að borga meira. Menn sem aka svona „drekum“ hljóta að hafa efni á að borga í samræmi við það.“

Úrsúla skorar á ríkisstjórnina að endurskoða þessar reglur og þá spyr hún hvers vegna ekki eigi að leggja gjald á nagladekk þar sem aðrir góðir kostir eru í boði. Hún segir að lokum að reglurnar sem tóku gildi um áramótin séu alls ekki í anda virkrar stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Í gær

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini
Fréttir
Í gær

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins
Fréttir
Í gær

Lögregla: „Slíkir gjörningar sjást langar leiðir“

Lögregla: „Slíkir gjörningar sjást langar leiðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvartaði yfir bólusetningum ungbarna gegn veiru sem getur valdið alvarlegum sýkingum

Kvartaði yfir bólusetningum ungbarna gegn veiru sem getur valdið alvarlegum sýkingum