

Þetta herma heimildir Morgunblaðsins sem segir frá þessu í dag.
Sjá einnig: Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Guðlaugur Þór hefur áður verið orðaður við framboð í borginni, en ef fer sem horfir mun hann etja kappi við sitjandi oddvita, Hildi Björnsdóttur, sem ein hefur gefið kost á sér til þessa.
Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að Guðlaugur Þór hafi ekki viljað tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Stjórnmálaflokkar landsins eru farnir að undirbúa komandi sveitarstjórnarkosningar í vor, en greint var frá því í gær að Pétur Marteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefði ákveðið að taka slaginn gegn Heiðu Björg Hilmisdóttur um oddvitasæti Samfylkingarinnar.