fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fréttir

Bjóða ferðamönnum að skrifa undir heit gegn hvala og lundaáti – „Markaðurinn myndi hrynja“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 7. september 2025 19:00

Skilaboðunum er beint til erlendra ferðamanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin Hvalavinir bjóða erlendum ferðamönnum að skrifa upp á heit um að borða hvorki hvalkjöt né lundakjöt á meðan þeir dvelja hér. Dýraverndunarsinni telur að markaðurinn fyrir hvalkjöt myndi hrynja ef erlendir ferðamenn hætta að borða það.

Ferðamönnum er boðið að skrifa undir heitið inni á vefsíðunni fortheloveoficeland.is en einnig hafa miðar verið skildir eftir víða á hótelum og gistihúsum.

„Það besta við Ísland er að sjá það villt og lifandi. Hvalirnir synda frjálsir. Lundarnir fljúga yfir hamrana,“ segir á heimasíðunni þar sem hægt er að fylla út heit um að borða hvorki hval né lundakjöt. Einnig er hægt að fá sendar fréttir af átakinu og fá upplýsingar um leiðir til að taka þátt.

Margfaldur fjöldi landsmanna

Auk þess að sleppa því að borða kjötið þá eru ferðamenn hvattir til þess að fylgjast með dýrunum úr fjarlægð sem og að styðja við fyrirtæki sem stunda vistvæna viðskiptahætti, það er veitingastaði, verslanir og ferðaþjónustufyrirtæki.

Af heimasíðunni.

Bent er á að 2,5 milljón erlendra ferðamanna komi til landsins árlega. Þetta sé margfaldur fjöldi landsmanna og helsta ástæðan fyrir því að hvalkjöt og lundakjöt sé til sölu. Almennt séð borði Íslendingar ekki þetta kjöt. 82 prósent Íslendinga hafi aldrei smakkað hvalkjöt og innan við 2 prósent borði það reglulega.

Þá er einnig nefnt að ágengt hafi orðið í baráttunni. Það er að helmingur veitingastaða á suðvesturhorninu hafi hætt með hvalkjöt eftir áskorun 140 listamanna um að taka kjötið af matseðli.

Ekki merkt sem hvalkjöt

Þá hefur verið fjallað um málið í erlendum miðlum. Meðal annars í breska blaðinu Independent en Bretar eru næst fjölmennasti hópurinn sem hingað til lands kemur, það er um 240 þúsund talsins.

Sjá einnig:

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Í grein blaðsins er bent á að auk veitingastaða á Íslandi þá er hvalkjöt oft á matseðli á skemmtiferðaskipum. Einnig er kjötið oft ekki merkt sem slíkt á matseðlum. Aðeins kallað „sérstakt heimabragð“ eða „bragð af Íslandi.“

„Ef erlendir ferðamenn myndu hætta að borða hvalkjöt þá myndi markaðurinn hrynja,“ segir Clair Bass, hjá dýraverndunarsamtökunum World for Animals UK. „Ábyrg hvalaskoðun á Íslandi skapar milljónir króna á hverju ári en er stefnt í hættu vegna hvalveiða. Ferðamenn geta tekið ákvörðun um að drepa hvali eða bjarga þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
Fréttir
Í gær

„Ofstopafull umræða í síðustu viku var ekki gagnleg fyrir íslenskt samfélag“

„Ofstopafull umræða í síðustu viku var ekki gagnleg fyrir íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Fulltrúi frá barnavernd boðaður á lögreglustöð eftir að ökumaður með börn í bílnum var handtekinn

Fulltrúi frá barnavernd boðaður á lögreglustöð eftir að ökumaður með börn í bílnum var handtekinn
Fréttir
Í gær

Hjalti Úrsus heitir fundarlaunum vegna stolinnar kerru

Hjalti Úrsus heitir fundarlaunum vegna stolinnar kerru
Fréttir
Í gær

Þjóð gegn þjóðarmorði: Fjöldafundir fyrir Palestínu um allt land í dag

Þjóð gegn þjóðarmorði: Fjöldafundir fyrir Palestínu um allt land í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Munu ekki hika við að sprengja glæpamenn í loft upp

Munu ekki hika við að sprengja glæpamenn í loft upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna blandar sér í kynjaumræðuna – Ætlar að taka þátt í „alvöru baráttu“ en ekki „píkupólitík“

Sólveig Anna blandar sér í kynjaumræðuna – Ætlar að taka þátt í „alvöru baráttu“ en ekki „píkupólitík“