fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Fréttir

Sólveig Anna blandar sér í kynjaumræðuna – Ætlar að taka þátt í „alvöru baráttu“ en ekki „píkupólitík“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. september 2025 09:00

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Mynd: Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar blandar sér, í viðtali í hlaðvarpinu Ein pæling, í umræðu undanfarinna missera um kyn og kynvitund. Hún kallar slíka umræðu „píkupólitík“ og vill fremur ræða baráttuna fyrir bættum kjörum láglaunafólks sem hún kallar alvöru baráttu.

Brot úr þættinum, þar sem þetta kemur fram, er öllum aðgengilegt á Instagram. Sólveig Anna segir að Efling hafi verið fyrsta verkalýðsfélagið sem boðið hafi félagsmönnum upp á að skrá sig sem kona, karl, kvár eða kynhlutlaus:

„Fólk má bara gera það ef það vill.“

Hún segir málið hins vegar ekki snúast um kyn:

„Þetta snýst um það hvar við setjum fókusinn okkar. Erum við að dyggðaflagga?“

Sólveig Anna er ekki spennt fyrir að allt fólk af sama kyni sýni einróma samstöðu ef það tilheyrir ekki sömu stétt:

„Láta þetta snúast um það að við getum bara öll verið eitthvað að dúllast sama í einni hrúgu eða erum við í alvöru baráttu?“

Ekki píkupólitík

Sólveig Anna segist einmitt vilja taka þátt í alvöru baráttu sem snúist um efnahagslegt réttlæti en ekki kyn:

„Af því ég vil vera í alvöru baráttu þá get ég til dæmis ekki skrifað upp á það að að barátta konunnar sem vinnur við að ræsta bankann sé sama barátta og bankastjórans.“

Yfir slíka baráttu, á forsendum kyns, á Sólveig aðeins eitt orð:

„Nema við séum komin í þessa píkupólitík sem ég hef alltaf fyrirlitið og fyrirlít enn meira í dag en ég gerði þegar ég fattaði fyrst að ég fyrirleit hana.“

Sólveig Anna segir að hún sem kona geti aldrei nokkurn tímann barist með hægri sinnuðum konum sem ekki eru þekktar fyrir að hafa sýnt baráttu verkalýðshreyfingarinnar mikinn skilning:

„Þar sem einmitt ég og hvað Margaret Thatcher eigum að vera bestu vinir út af því að við fórum báðar á túr og eignuðumst börn. Hvaða bull er þetta eiginlega?“

Í öðru myndbroti úr þættinum sem gert hefur verið aðgengilegt á Instagram segir Sólveig Anna kvennabáráttu ekki eiga að snúast um æxlunarfæri kvenna. Barátta láglaunakvenna snúist fyrst og fremst um efnahagslegt réttlæti meðan barátta kvenna í efri stéttum snúist aðallega um fjölda þeirra í stjórnum fyrirtækja.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ein Pæling (@einpaeling)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Tugþúsund­ir Reyk­vík­inga hafa hrak­ist út á afar dýr­an leigu­markað“

„Tugþúsund­ir Reyk­vík­inga hafa hrak­ist út á afar dýr­an leigu­markað“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“
Fréttir
Í gær

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“