fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fréttir

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. september 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál vikunnar, frammistaða Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljós á mánudag var tekið fyrir af samflokksþingmanni hans, Sigríði Á. Andersen, og Degi B. Eggertssyni, þingmanni Samfylkingarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Aðspurð segir Sigríður að kalla megi umræðuna moldviðri eða storm í vatnsglasi. Viðbrögðin séu hefðbundin í íslenskri umræðu, í þessu tilviki Snorra Mássyni, sem hún segir menn greinilega óttast að sé að ná til fólks með sínum málflutningi. Og það kemur mér ekkert á óvart, enda skelleggur.“ Segir hún viðbrögðin við þættinum að hennar mati hafa keyrt algjörlega um þverbak. Þar hafi moldvirðið ekki snúist um málefnið heldur orðræðu Snorra.

Og þá fannst mér auðvitað með ólíkindum að sjá það að fólk sem telur sig svona geta lagt einhvern veginn línurnar um það hvernig, hvaða orð menn eigi að nota í umræðunni, að það tók síðan alveg ofboðslega stór orð í munn til þess að ráðast svona að þingmanninum,“ segir Sigríður og vísar þar til orða Hönnu Katrínar Friðrikssonar, atvinnuvegaráðherra, og Einars Þorsteinssonar borgarfulltrúa, sem lagði fram ályktun gegn Snorra í borgarstjórn, vettvangi þar sem að Snorri hefur ekki tækifæri til þess að verja hendur sínar eins og Sigríður bendir á.

„Krakkarnir eru svona ganging up á Snorra,“  segir Sigríður sem er lærður lögfræðingur og fyrrum dómsmálaráðherra 2017-2019.

Upplifði að hann væri kominn til unglingsáranna í upphaf baráttu homma og lesbía 

Dagur tók næst til máls og segist hafa upplifað að hann væri kominn aftur til unglingsáranna í upphaf baráttu homma og lesbía um að þau væru eðlilegur hluti samfélagsins.

„Þá var svo áberandi og það var þótti áhugavert efni í útvarpi eða eitthvað að stilla einhverjum af þessum frumkvöðlum í baráttunni upp og og gjarnan í hinu sætinu á móti var einhver svona mælskulistartalsmaður trúfélags sem sveiflaði biblíunni yfir hausamótunum á þeim og og svona í grunninn var að láta því liggja að því að þau væru eiginlega ekki til, tilvist þeirra byggði á þeirra eigin misskilningi. Og svona látið að því liggja að hommar kannski sérstaklega væru hættulegir börnum. Þetta var ákveðið svona handrit sem maður man alveg, ég held að það hafi rosalega margir munað eftir, og mér fannst við bara vera komin bara aftur á þennan tíma. nema í skotlínunni var transfólk, sem er ennþá minni hópur, sem er kannski á svipuðum stað í sinni réttindabaráttu eins og hommar og lesbíur voru á á þessum tíma.

Sammála um að umræðan sé innflutt

Dagur, sem er lærður læknir auk þess að vera með meistarapróf í mannréttindum og alþjóðalögum og fyrrum borgarstjóri 2014-2024, nefnir, og Sigríður tekur undir það síðar, að umræðan sé innflutt og notuð ákveðin hugtök, ákveðnar aðferðir sem við höfum séð í Bretlandi og Bandaríkjunum og í hlaðvörpum þar til þess að svona grugga vatnið og hræra upp í því og síðan að reyna að fiska í því. Og mér finnst þetta rosalega billeg leið í pólitík. Miðflokkurinn segist vera svona íslenskur flokkur. Það er ekkert íslenskt við þetta. Þetta er bara innflutt umræða.

Segir Dagur að í Bretlandi og í Bandaríkjunum sé umræðan notuð til að grafa undan aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem er að mörgu leyti býsna vel sinnt af sérhæfðum transteymum hér. Segir hann Snorra vita betur.

„Í orðum hans og og svona orðafimleikum þá felst það að í raun setja bara spurningarmerki við að það sé eitthvað til sem heitir trans. Að þetta sé einhvers konar hugmyndafræði.

Vitnar Dagur til Jóhannesar Þórs, fyrrverandi aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins. Hann er að draga fram bara hvað svona hátterni í pólitík og svona ábyrgðarleysi í pólitík getur haft skaðleg áhrif á fólk í sínu daglega lífi sem er bara að reyna að komast af og mér finnst þarna pólitíkin komin inn í bara heimilislífið, inn í svefnherbergið hjá fólki og við getum ekki verið að gera líf og tilvist fólks að einhverju til að slá okkur upp á.

Segir einræðu Dags lýðskrum

Sigríður segir einræðu Dags merki um lýðskrum, segir hún eilífa frasa notaða og Snorra Má gerðar upp skoðanir og ummæli. 

Það eru auðvitað allir sammála um það að einstaklingar geta fæðst með ódæmigerð kyneinkenni. Hvort það eru 0,05 % eða 0,5% Þetta er einmitt ágreiningur á meðal vísindamanna um hvað teljist ódæmigerð kyneinkenni og hvernig menn vilja skilgreina það. 

Það er enginn að draga það í efa og Snorri hefur ekki gert það. Þvert á móti hefur Snorri meðal annars bent á það að hann virði rétt manna til að lifa sínu lífi og gera hvað sem er.

Umræðan sé ekki af pólitískum toga

Sigríður segir að ekki sé um pólitík að ræða heldur umræðu um mál sem meðal annars er kennt í skólum. Segir hún miðað við viðbrögð sem hún hefur fengið að það fari í taugarnar á fólki þetta sé sífellt til umræðu í grunnskólum, jafnvel leikskólum og flaggað út um allt. Og á sama tíma sko þá verða menn brjálaðir ef það á að fara að að sjá helgileik á aðventunni. Og það er eins og það megi ekki ræða til dæmis meðferð sem menn sækja sér við ódæmigerðum einkennum. Eiga börn að fara inn í það eða fullorðnir? Flestir eru nú sammála um að fullorðnir bara ráði því sem þeir geta gert, það sem þeir vilja, en setja spurningarmerki við meðferð gegn börnum. Þetta hefur mér fundist vera umræðan undanfarin ár í þessum efnum. Sem, margir hafa ekki viljað að sé opinber þessi umræða, heldur eigi bara að fara fram inni í einhverjum lokuðum teymum einhvers staðar, í stað þess aðeins að opna þessa umræðu. Ég held alltaf að umræðan sjálf hjálpi til.

Segir hún umræðu vikunnar ekki til framdráttar fyrir málstað trans fólks sem hún segir eiga rétt á sér og sé mikilvægur, og menn eiga að taka þátt í að fullri virðingu. 

„Það er svona reginmisskilningurinn í allri þessari umræðu að menn virðast ekki ná utan um þá hugsun að maður geti staðið með fólki í sinni baráttu og sínu vali, en á sama tíma verið ósammála þeim. Þetta er alveg furðulegt að fólk skuli ekki ná utan um þessa megin kannski hugmyndafræði í mannlegum samskiptum, að maður geti verið ósammála fólki en samt virt rétt þeirra og ákvarðanir og jafnvel stutt það dyggilega, stutt við bakið á því en samt verið ósammála.

Snýst um að viðurkenna fjölbreytileikann

Dagur segir mikilvægt í umræðunni í dag að ekki sé talað um tilvist trans barna og trans fólks sem hugmyndafræði eða afstöðu eða skoðun sem fólk getur verið ósammála um. 

Þetta snýst bara um að viðurkenna ákveðinn fjölbreytileika sem er læknisfræðilegur, líffræðilegur í náttúrunni og endurspeglast á mjög flókinn hátt í mannlífinu. Og hérna var verið að tala um umræðuna og og mér finnst talsmenn Miðflokksins leitast eftir því að vera einhvern veginn í hlutverki fórnarlambsins í því. En um leið að vera að nota svona frasa úr erlendri umræðu sem vitað er að grugga vatnið, geri fólk óöruggt gagnvart þessu. Og það er látið að ýmsu liggja og svo framvegis. Ég er bara að kalla þessa hluti sínum nöfnum sem þetta er. Og mér finnst bara mjög mikilvægt að samfélagið hér hafi að mörgu leyti bara stigið fram, dregið fram þessar staðreyndir um erlendu umræðuna, hvaða afleiðingar hún hefur haft og alls konar staðreyndir sem varða þetta.

Segir Dagur að það sem hafi komið illa við hann í Kastljósþættinum hafi ferið að það var ekki bara vaðið áfram, heldur vaðið yfir viðmælandann þannig að það væri hægt að koma litlum svörum við.

Sigríður segir fólk mega vera eins og það vill

Sigríður segir engan ágreining um það að fólk getur verið eins og það vill. Fólkið þarf væntanlega sjálft að meta það hvort að það telji sig þurfa [aðstoð]. Það eru sumir sem eru með ódæmigerð kyneinkenni sem kjósa að leita sér ekki aðstoðar í því, aðstoðar eða einhverjar breytingar eða læknisfræðilegra inngripa eða hugarfars. Fólk er bara eins og það vill vera. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um þessa umræðu um þessi mál sem að einhverra hluta vegna, af furðulegum ástæðum, hluti af fólki er ofboðslega andsnúið að megi ræða eða eru á móti umræðunni og það þykir mér vont og ekki til framdráttar fyrir þennan málaflokk sem ég held að sé enn þá á þeim stað að kalli á bara verulega umræðu eins og hefur verið erlendis um þennan málaflokk og þessi öll hugtök, þessar trans hugmyndir um fjölmörg kyn án þess að það sé upplýst um hversu nákvæmlega mörg kyn eru eða hvernig allt sem þetta er. Þetta kemur allt frá útlöndum þannig að menn þurfa ekki að vera hissa á því að menn leiti til útlanda að einhverjum hugmyndum eða umræðupunktum eða einhverri hugmyndafræði.

Segir Sigríði það koma sér mjög á óvart ef Dagur ætlar að leggjast gegn því að ungt fólk leiti út fyrir landsteinana í hugmyndir. 

Ég tók sérstaklega fram í mínum skrifum, mér fannst verið að sækja í dreggjar umræðunnar,“ segir Dagur og heldur áfram eftir frammígrip Sigríðar: „Það er verið að grugga vatnið, verið að reyna að fiska í….“ þar til Sigríður grípur aftur fram í.

„Þetta er bara eiginleiki umræðunnar að það koma nýjar hugmyndir inn í hana. Og það að leggjast gegn þessari umræðu með þessum hætti eins og stjórnmálamenn eins og Dagur og Hanna Katrín Friðriksson og Einar Þorsteinsson hafi verið að gera með því að uppnefna þingmenn á Alþingi Íslendinga með þessum hætti sem vælandi og geltandi hunda og kjána er þessum stjórnmálamönnum ekki til framdráttar og ég hef áhyggjur af slíkri orðræðu í stjórnmálum. Ég hef áhyggjur af slíkri orðræðu til framtíðar vegna alls konar annarrar umræðu sem ýmsu fólki kann að þykja erfið.“ 

Einkennandi fyrir Miðflokkinn að vera fórnarlömb

Dagur segir það einkennandi fyrir þingmenn Miðflokksins að leita í fórnarlambshlutverkið.

Ég talaði um væl. Í hvaða samhengi talaði ég um væl? Ég talaði um það að mér fyndist svolítið merkilegt þegar einhver fær stóra sviðið í Kastljósi og er kannski í þriðja, fjórða viðtalinu sínu um þessi mál í þeirri vikunni, ef við teljum einhver hlaðvörp með, skuli leggja mestan tíma, eins og Sigríður er að gera hér, að tala um að það sé verið að þagga þeirra raddir niður. Ég tel þvert á móti, eins og þessi þáttur er ágætur…..“ nær Dagur að segja, þar til Sigríður grípur fram í:

„Þú þaggar ekkert í okkur, þú þaggar ekki í okkur Dagur. Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“ 

Hlusta má á viðtalið við Dag og Sigríði í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í Súlunesmálinu: Skipaði foreldrum sínum að sitja og standa að hennar ósk og bannaði þeim að tala við sig

Ákæran í Súlunesmálinu: Skipaði foreldrum sínum að sitja og standa að hennar ósk og bannaði þeim að tala við sig
Fréttir
Í gær

Þorbjörg þakkar stuðninginn eftir Kastljósið umdeilda – „Þá erum við alltaf að tala um alvöru fólk með alvöru tilfinningar“

Þorbjörg þakkar stuðninginn eftir Kastljósið umdeilda – „Þá erum við alltaf að tala um alvöru fólk með alvöru tilfinningar“
Fréttir
Í gær

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“
Fréttir
Í gær

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Play vísar orðum Jóns Þórs alfarið á bug – „Ummæli sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play“

Play vísar orðum Jóns Þórs alfarið á bug – „Ummæli sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rósa kom Snorra til varnar og uppskar hörð viðbrögð

Rósa kom Snorra til varnar og uppskar hörð viðbrögð